Covid-19


Hér er safnað saman tölulegum upplýsingum sem varpa ljósi á áhrif kórónaveirunnar (Covid-19) á íslenskt samfélag. Síðan er uppfærð þegar nýjar upplýsingar liggja fyrir.

Fréttir og talnaefni


Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði

Launavísitala í apríl 2020 hækkaði um 3,3% frá fyrri mánuði og gætir þar meðal annars áhrifa launahækkana sem samið var um í kjarasamningum. Um er að ræða kjarasamninga bæði á almennum vinnumarkaði og hjá opinberum starfsmönnum, en stór hluti launafólks á íslenskum vinnumarkaði fékk kjarasamningshækkun í aprílmánuði.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 20 vikur 2020 hefur verið uppfært

Samkvæmt uppfærðu talnaefni fyrir fyrstu 20 vikur ársins nam hallinn á vöruviðskiptum við útlönd 24,1 milljarði króna samanborið við 26,3 milljarða halla á síðasta ári.

Nánari umfjöllun


Velta í janúar-febrúar 2020

Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum í janúar-febrúar 2020 gefur góða mynd af stöðu mála áður en áhrifa Covid-19 fór að gæta.

Nánari umfjöllun


Vísitala byggingarkostnaðar lækkar um 2,8% á milli mánaða

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð um miðjan maí 2020, er 147,6 stig (desember 2009=100) og lækkar um 2,8% frá fyrri mánuði. Innflutt efni hækkaði um 1,6% (áhrif á vísitölu 0,3%) en vinnuliður lækkaði um 8,6% (-3,1%).

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna námu 284 milljörðum árið 2019

Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019. Það samsvarar um 21,4% af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári..

Nánari umfjöllun


Skammtímahagvísar ferðaþjónustu í maí

Gert er ráð fyrir að gistinætur á hótelum hafi dregist saman um 97% í apríl samkvæmt bráðabirgðatölum samanborið við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum í mars fækkaði um 55%, úr 733 þúsund í 331 þúsund, samanborið við sama mánuð síðasta árs.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Vöruviðskipti við útlönd

Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 19 vikur 2020 hefur verið uppfært.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Gistinætur á hótelum drógust saman um 97% í apríl

Gistinætur á hótelum í apríl voru 7.900 samkvæmt bráðabirgðatölum samanborið við 272.600 gistinætur í apríl 2019. Rúmanýting var um 1,8% samanborið við 41,6% í sama mánuði í fyrra.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum

Talnaefni um dána fyrstu 17 vikur 2020 hefur verið uppfært.

Nánari umfjöllun


Vinnumarkaður á fyrsta ársfjórðungi 2020 - Mun fleiri vinna heima í fjarvinnu

Fyrsti ársfjórðungur á íslenskum vinnumarkaði var um margt óvenjulegur. Segja má að það sem hafi einkennt hann öðru fremur hafi verið takmarkanir á vinnu fólks, bæði vegna verkfallsaðgerða og síðan samkomubanns um miðjan marsmánuð.

Nánari umfjöllun


Verðmæti vöruinnflutnings í apríl 17,4 milljörðum króna minna en fyrir ári

Verðmæti vöruútflutnings (fob) nam 47,1 milljarði króna í apríl 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum og fob verðmæti vöruinnflutnings 48,0 milljörðum króna.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Talnaefni um vöruviðskipti fyrstu 17 vikur 2020 hefur verið uppfært

Samkvæmt uppfærðu talnaefni fyrir fyrstu 17 vikur ársins nam hallinn á vöruviðskiptum við útlönd 18,3 milljörðum króna samanborið við 17,8 milljarða halla á síðasta ári.

Nánari umfjöllun


Vinnumarkaður í mars

Fjöldi atvinnulausra í mars var um 5.900 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar eða 3,3% af vinnuaflinu. Mars var óvenjulegur mánuður á íslenskum vinnumarkaði þar sem mörgum vinnustöðum var lokað í kjölfar samkomubanns upp úr miðjum marsmánuði og lög um minnkað starfshlutfall tóku gildi þann 21. mars. Síðan þá hefur óvissa einkennt vinnumarkaðinn. Þessi óvissa hefur áhrif á mælingar vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar á tvennan hátt.

Nánari umfjöllun


Gistinóttum fækkaði um meira en helming í mars

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í mars síðastliðnum dróst saman um 55% samanborið við mars 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 54% og um 48% á gistiheimilum. Þá var 65% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og 50% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).

Nánari umfjöllun


Vísitala neysluverðs hækkar um 0,48% milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í apríl 2020, er 477,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,48% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 407,0 stig og hækkar um 0,57% frá mars 2020. Mæling og útreikningur á vísitölu neysluverðs í apríl gekk vel fyrir sig en varð þó fyrir áhrifum af þeim aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 og vegna viðbragða stjórnvalda til að halda aftur af útbreiðslu veirunnar. Áskoranir við verðmælingar felast í því að aðgengi neytenda að sumum neysluvörum og þjónustu er takmarkað. Til að mynda hafa samkomustaðir og ýmis þjónustustarfsemi þurft að loka vegna sérstakrar smithættu.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Hlutfallslega flestir greindir með Covid-19 í aldursflokknum 40-49 ára

Hlutfallslega flestir hafa smitast af kórónaveirunni (Covid-19) á Íslandi í aldursflokknum 40-49 ára. Þá hafa hlutfallslega færri smitast í yngstu og elstu aldurshópunum miðað við mannfjölda fyrir utan þá allra elstu. Með því að skoða hlutfall þeirra sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 borið saman við mannfjölda eftir aldursflokkum má bera saman smitáhættu einstaklinga í samfélaginu. Tölurnar gefa þannig aðrar upplýsingar heldur en talning smita eftir aldursflokkum þar sem mismunandi stærð aldursflokka takmarkar samanburð á milli þeirra.

Nánari umfjöllun


Landsmönnum fjölgaði um 1.870 á fyrsta ársfjórðungi ársins

Samtals bjuggu 366.130 manns á Íslandi í lok 1. ársfjórðungs 2020, 188.040 karlar og 178.090 konur. Landsmönnum fjölgaði um 1.870 á ársfjórðungnum eða um 0,5%. Alls fæddust 1.080 börn á 1. ársfjórðungi 2020, en 620 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust 1.410 einstaklingar til landsins umfram brottflutta.

Nánari umfjöllun


Greinargerð um spænsku veikina

Fara þarf rúma öld aftur í tímann til þess að finna aðstæður sem bera má að einhverju leyti saman við þær sem ríkja í þjóðfélaginu um þessar mundir vegna Covid-19, en þá geisaði mannskæðasta farsótt 20. aldarinnar sem nefnd var spænska veikin. Áætlað er að farsóttin hafi kostað 20-50 milljónir manna lífið á heimsvísu og þar af nálægt 500 manns hér á landi.

Greinargerðin


Skammtímahagvísar ferðaþjónustu

Tæplega 96 þúsund farþegar fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll í mars. Þar af voru um 80 þúsund farþegar með erlent ríkisfang og tæplega 16 þúsund farþegar með íslensk vegabréf. Í mars í fyrra voru 213 þúsund brottfararfarþegar og fækkaði þeim því um 55% á milli ára. Íslenskum farþegum fækkaði um 64% á meðan farþegum með erlent ríkisfang fækkaði um 53% á sama tímabili.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Eldsneytissala 34% lægri í mars 2020

Reiknuð sala á eldsneyti (í rúmmetrum) í lok mars 2020 var 42% lægri en meðal dagleg sala í mars 2019. Meðal sala sem af er apríl er 68% lægri en meðal dagleg sala í apríl í fyrra.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Dánir eftir vikum 2017-2020

Að meðaltali dóu 45,9 á viku fyrstu fimmtán vikur áranna 2017-2019. Fyrstu fimmtán vikur ársins 2020 dóu aðeins færri eða 44,3 að meðaltali á hverri viku.

Nánari umfjöllun


Tilraunatölfræði: Halli á vöruviðskiptum 12,7 milljarðar það sem af er ári

Heildarverðmæti vöruútflutnings nam 170,6 milljörðum króna fyrstu 16 vikum ársins samanborið við 204 milljarða á sama tímabili á síðasta ári.

Nánari umfjöllun


Útflutningsverðmæti sjávarafurða 7,7% minna það sem af er ári

Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á fyrstu 15 vikum ársins, þ.e. fram að páskum nam 68,3 milljörðum króna og dróst saman um 7,7% miðað við sama tímabil í fyrra. Á föstu gengi dróst heildarverðmætið saman um 12,2% milli ára. Þessar tölur byggja á nýrri gagnasöfnun um vikulega þróun vöruviðskipta sem Hagstofan stendur fyrir til að mæta þörf fyrir tíðari upplýsingar um framþróun efnahagsmála.

Nánari umfjöllun


Þriðjungur vann fjarvinnu heima

Launamenn sem unnu aðalstarf sitt venjulega í fjarvinnu heima voru 4,1% en 29,2% launamanna unnu stundum í fjarvinnu. Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar sýna að fjarvinna er árstíðabundin, en hún er alla jafna minnst yfir sumartímann. Bráðabirgðatölur fyrir fyrsta ársfjórðung 2020 sýna nokkra aukningu á fjarvinnu launafólks af völdum COVID-19 en endanlegar niðurstöður ársfjórðungsins liggja ekki fyrir.

Nánari umfjöllun


Gistinætur drógust saman um 53% í mars

Verulegur samdráttur var í gistinóttum hótela í mars. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 181.000 gistinætur á hótelum í mars samanborið við 382.000 gistinætur í mars 2019. Rúmanýting var um 25,3% samanborið við 56,8% í sama mánuði í fyrra. Miklar breytingar áttu sér stað í ferðaþjónustu í marsmánuði og má ætla að rúmanýting og fjöldi gistinátta hafi verið hærri í fyrri hluta mánaðar en lægri í þeim síðari.

Nánari umfjöllun


Kortavelta dróst saman í mars

Verulegur samdráttur var í kortaveltu í mars, en þróun kortaveltu gefur góða vísbendingu um stöðu og þróun á kauphegðun innlendra og erlendra korthafa.

Nánari umfjöllun