FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 24. APRÍL 2020

Tæplega 96 þúsund farþegar fóru frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll í mars. Þar af voru um 80 þúsund farþegar með erlent ríkisfang og tæplega 16 þúsund farþegar með íslensk vegabréf. Í mars í fyrra voru 213 þúsund brottfararfarþegar og fækkaði þeim því um 55% á milli ára. Íslenskum farþegum fækkaði um 64% á meðan farþegum með erlent ríkisfang fækkaði um 53% á sama tímabili.

Verulegur samdráttur var í gistinóttum hótela í mars. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru 181.000 gistinætur á hótelum í mars sem jafngildir 53% fækkun samanborið við mars 2019. Rúmanýting var um 25,3% samanborið við 56,8% í sama mánuði í fyrra.

Umferðarþungi á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt umferðateljurum Vegagerðarinnar sem staðsettir eru víðsvegar á hringveginum dróst umferð saman um 31% á Suðurlandi og Vesturlandi, 33% á Austurlandi og 36% á Norðurlandi.

Í þessari útgáfu skammtímahagvísa ferðaþjónustu eru birtar uppfærðar tölur um gistinætur auk þess sem birtar eru uppfærðar tölur um bílaleigubíla frá Samgöngustofu, umferðatölur frá Vegagerðinni, talningu farþega til landsins samkvæmt talningu Ferðamálastofu og tölur um farþega- og flughreyfingar frá ISAVIA.

Skammtímahagvísar ferðaþjónustu Febrúar  Mars - febrúar 
Gistinætur20192020 %2018-20192019-2020%
Gistinætur alls649.071566.448-13%10.838.78210.392.054-4%
Hótel & gistiheimili410.981386.926-6%5.821.3845.801.7430%
Gisting greidd gegnum vefsíður á borð við Airbnb118.00067.000-43%1.812.0001.526.000-16%
Óskráðar gistinætur (bíla- og innigisting)16.00011.000-31%512.000445.500-13%
Aðrar tegundir skráðra gististaða1104.090101.522-2%2.693.3982.618.811-3%
  Febrúar  Mars - febrúar 
Framboð og nýting hótelherbergja20192020 %2018-20192019-2020 %
Gistinætur350.348336.027-4%4.451.6884.538.2602%
Framboð hótelherbergja10.29110.9146%121.294130.7688%
Nýting67%60%-767%64%-3
  4. ársfjórðungur  1. ársfjórðungur - 4. ársfjórðungs
Þjónustujöfnuður (milljónir króna)20182019 %20182019 %
Tekjur af erlendum ferðamönnum102.96188.554-14%519.369469.866-10%
- Flug34.83926.831-23%182.103139.189-24%
- Neysla / Ferðalög68.12161.724-9%337.267330.677-2%
  Nóvember - desember  Janúar - desember 
Velta samkvæmt virðisaukaskattskýrslum220182019 %20182019 %
Velta alls (milljónir króna)90.28083.114-8%682.326615.606-10%
- Farþegaflutningar milli landa með flugi32.87331.177-5%288.059228.344-21%
- Rekstur gististaða13.30911.501-14%101.76698.686-3%
- Veitingasala og -þjónusta16.49116.291-1%100.15099.9860%
- Bílaleigur7.5776.550-14%51.38048.078-6%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis)1.9961.686-16%16.88116.151-4%
- Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi)13.97112.361-12%95.64197.3452%
- Farþegaflutningar á landi3.7283.267-12%23.08121.773-6%
- Farþegaflutningar á sjó, vötnum og ám334281-16%5.3705.241-2%
  Janúar  Meðalfjöldi launþega febrúar - janúar
Launþegar320192020 %2018-20192019-2020 %
Launþegar alls26.10023.300-11%29.01727.0007%
- Farþegaflutningar með flugi5.0003.800-24%5.3584.35023%
- Rekstur gististaða5.8005.600-5%6.9926.8582%
- Veitingasala og -þjónusta9.9009.000-9%10.68310.0007%
- Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur3.6003.200-10%3.8923.8002%
- Aðrar atvinnugreinar tengdar ferðaþjónustu2.5002.300-7%2.8172.6178%
  Apríl  Meðalfjöldi maí - apríl 
Bílaleigubílar420192020 %2018-20192019-2020 %
Bílaleigubílar alls24.24922.414-8%25.44624.224-5%
Bílaleigubílar í umferð21.76318.361-16%23.60222.354-5%
Bílaleigubílar úr umferð2.4864.05363%1.8441.8701%
  Mars  Apríl - mars 
Umferð á hringveginum520192020 %2018-20192019-2020 %
Suðurland12.9138.865-31%180.484171.941-5%
Vesturland12.1658.410-31%166.887167.7040%
Norðurland6.3164.054-36%103.606100.058-3%
Austurland1.6201.087-33%27.68826.490-4%
  Mars  Apríl - mars 
Talning farþega úr landi20192020 %2018-20192019-2020 %
Farþegar í gegnum Keflavíkurflugvöll6213.44895.611-55%2.949.9212.436.924-17%
- Erlent ríkisfang170.17779.873-53%2.293.4531.861.709-19%
- Íslenskt ríkisfang43.27115.738-64%656.468575.214-12%
  Mars  Apríl - mars 
Umferð í gegnum Keflavíkurflugvöll20192020 %2018-20192019-2020 %
Heildarfjöldi flughreyfinga (komur/brottfarir)7.3405.344-27%96.52381.553-16%
Heildarfarþegahreyfingar7586.873219.162-63%9.647.6366.605.725-32%
- Brottfarir214.90695.486-56%2.937.9282.445.774-17%
- Komur211.11887.468-59%2.923.5702.435.970-17%
- Skiptifarþegar (Skiptifarþegar eru taldir tvisvar)159.27936.208-77%3.782.6061.717.640-55%

Taflan á pdf

1 Aðrar tegundir skráðra gististaða eru tjaldsvæði, farfuglaheimili, orlofshús, skálar í óbyggðum, íbúðagisting, svefnpokagististaðir og heimagististaðir.
2 Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (erlendis): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög erlendis, þ.e. er undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988). Ferðaskrifstofur og skipuleggjendur (á Íslandi): Þjónusta sem veitt er í sambandi við ferðalög á Íslandi, þ.e. er ekki undanþegin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).
3 Tölur námundaðar að næsta hundraði.
4 Skv. gögnum frá Samgöngustofu.
5 Skv. talningu frá Vegagerðinni í gegnum 14 lykilteljara á hringveginum. Mánaðartölur sýna meðalfjölda talninga á dag í hverjum mánuði. Árstímabil sýnir heildartalningar yfir árið.
6 Skv. talningu frá Ferðamálastofu.
7 Farþegahreyfingar telja brottfarir, komur og skiptifarþega sem eru tvítaldir.

Talnaefni
Hagvísar í ferðaþjónustu
Tilraunatölfræði um gistinætur
Þjónustujöfnuður
Tekjur af erlendum ferðamönnum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.