Tilraunatölfræði


Greiðslukortavelta

Samantekt

Hér eru birt nýjustu gögn um greiðslukortaveltu sem byggir á gögnum frá íslenskum færsluhirðum. Gögnin gefa góða vísbendingum um þróun veltu nær rauntíma þar sem lagt er upp með að nýjustu gögn séu að jafnaði ekki eldri en viku gömul þegar þau eru birt.

Lýsing

Birtar eru upplýsingar byggðar á gögnum frá íslenskum færsluhirðum. Gögnin innihalda upplýsingar um alla greiðslukortanotkun, bæði debet- og kreditkort. Velta erlendra greiðslukorta er birt sérstaklega og eru gögnin sundurliðuð eftir dögum. Flokkun í atvinnugreinahópa byggir á MCC kóða sem notaður er til að auðkenna þá tegund viðskipta sem seljandi stundar. MCC kóðar eru settir af alþjóðlega staðlaráðinu (e. International Organization for Standardization).

Markmið

Vonast er til að birting á tímanlegum gögnum um greiðslukortanotkun gefi góða vísbendingu um þróun veltu í ákveðnum atvinnugreinum, nær rauntíma. Gögnunum er einnig ætlað að varpa ljósi á breytingar í neyslumynstri, eins og þær fordæmalausu aðstæður sem nú eru uppi og tengjast Covid-19.

Kortavelta breyttist í kjölfar samkomubannsins

Síðast uppfært: 7. apríl 2020

Kortavelta á innlendum kortum dróst jafnt og þétt saman þegar leið á marsmánuð, ef frá eru taldir dagar þar sem tilkynntar voru breyttar reglur tengdar Covid-19 faraldrinum. Eftir að samkomubann var komið á breyttist kortavelta og dróst almennt saman.

Innlend kortavelta

Þróun kortaveltu í dagvöruverslun varpar ágætu ljósi á kauphegðun heimila í mars, en veltan fer vaxandi alla vikuna og er mest á föstudögum. Veltan dregst verulega saman á sunnudögum og fer svo aftur vaxandi út vikuna. Veruleg aukning var í kortaveltu þegar tilkynnt var um breyttar reglur um samkomubann 13. mars, en þann dag var nær tvöfalt meiri velta en á meðaldegi. Eftir að samkomubanni var komið á breyttist kortavelta í dagvöru lítið.

Dagvöruverslun

Erlend kortavelta dróst jafnt og þétt saman allan marsmánuð og var í lok mánaðar um 5% þess sem hún var í upphafi hans. Þróun erlendrar kortaveltu varpar ljósi á stöðu og þróun einkennandi greina ferðaþjónustu.

Erlend kortavelta