FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 18. MAÍ 2020

Tilraunatölfræði

Einkaneysluútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi námu samtals um 284 milljörðum króna á árinu 2019. Það samsvarar um 21,4% af mældri einkaneyslu hér á landi á síðasta ári. Kaup á veitinga- og gistiþjónustu voru fyrirferðamestu útgjaldaliðirnir í tilviki erlendra ferðamanna en þau vógu um 38,4% af einkaneysluútgjöldum þeirra hér á landi á síðasta ári eða rúmlega 109 milljörðum króna á verðlagi ársins.

Sjá nánar: Einkaneysla erlendra ferðamanna

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.