• Vefskil (Kennslumyndband)
    Hér er gistiskýrslum skilað rafrænt með því að fylla út form á vef Hagstofunnar. Gögn sem slegin eru inn flytjast milliliðalaust inn í gagnagrunn Hagstofunnar. Einungis þarf að sækja um notandanafn og aðgangsorð einu sinni til þess að nota vefskil. Það er gert með því að senda tölvupóst á netfangið sigrun.johannesdottir@hagstofa.is . Sett hefur verið upp örstutt kennslumyndband um hvernig á að nota vefskilin.

  • Eyðublað
    Eyðublaðið er eingöngu ætlað þeim sem af einhverjum ástæðum geta ekki notað vefskil. Eyðublaðið er á PDF-sniði og leiðbeiningar um útfyllingu þess eru inni á eyðublaðinu sjálfu. Fylla má út skjalið á tölvuskjá og senda sem viðhengi í tölvupósti eða prenta út og senda með venjulegum pósti eða bréfasíma. Athugið að vefskil eru auðveldari kostur en útfylling eyðublaðsins og mælist Hagstofan til þess að vefskil séu heldur notuð en eyðublaðið.

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Jóhannesdóttir í síma 528 1227.