Samfélag

Hagstofa Íslands aflar upplýsinga árlega um nemendur, starfsfólk og skólahald á öllum skólastigum. Upplýsingum er í flestum tilvikum safnað beint frá skólunum. Tölur Hagstofunnar um leik- og grunnskóla ná aftur til ársins 1997, en á framhalds- og háskólastigi ræður Hagstofan yfir nemendaskrá sem nær aftur til ársins 1975. Hagstofan hefur haldið skrá yfir útskrifaða nemendur á framhaldsskólastigi og háskólastigi frá árinu 1995. Upplýsingum um starfsfólk í framhaldsskólum og háskólum hefur verið safnað frá árinu 1998.