Fréttir og tilkynningar

01 Júl
1. júlí 2022

Kjötframleiðsla 14% meiri en í maí 2021

Framleiðsla svínakjöts í maí 2022 var 19% meiri en í maí á síðasta ári. Framleiðsla á alifuglakjöti var 14% meiri en fyrir ári og nautakjöti 9% meiri. Alls var kjötframleiðsla 14% meiri en í maí í fyrra. Talnaefni hefur verið uppfært.

30 Jún
30. júní 2022

Gistinætur tæplega þrefaldast milli ára

Gistinætur á skráðum gististöðum voru um 557.700 í maí síðastliðnum samanborið við 190.100 árið áður. Gistinætur Íslendinga voru um 21% gistinátta eða um 119.700 og gistinætur erlendra ferðamanna voru um 438.000, 79%. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 423.900 og um 133.800 á öðrum tegundum skráðra gististaða.

30 Jún
30. júní 2022

Vöruviðskipti óhagstæð um 28,3 milljarða í maí

Fluttar voru út vörur fyrir 92,6 milljarða króna fob í maí 2022 (93,2 skv. bráðabirgðatölum í byrjun mánaðar) og inn fyrir 120,9 milljarða króna cif (121,4) samkvæmt endurskoðuðum bráðabirgðatölum. Vöruviðskiptin í maí voru því óhagstæð um 28,3 milljarða króna. Frávik frá bráðabirgðatölum skýrist af leiðréttingum. Ofmat var í útfluttum iðnaðarvörum og voru útflutningstölur fyrir mars, apríl og maí leiðréttar. Talnaefni hefur verið uppfært.

30 Jún
30. júní 2022

Aflaverðmæti í apríl 2022 var 16,1 milljarður króna

Aflaverðmæti í apríl 2022, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskistofu, var 16,1 milljarður króna sem er 27% meira en í apríl 2021. Aflaverðmæti á 12 mánaða tímabilinu frá maí 2021 til apríl 2022 var 178 milljarðar króna sem er 12,6% meira en á sama tímabili ári áður. Talnaefni hefur verið uppfært.

Lykiltölur

-

Vísitala neysluverðs í og til verðtryggingar í Sæki vísitölu neysluverðs og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar...

-

Launavísitala í Sæki launavísitölu...

-

Byggingarvísitala (á útreikningstíma, desember 2021=100) í Sæki byggingarvísitölu...

-

Vísitala framleiðsluverðs í Sæki vísitölu framleiðsluverðs...

-

Mannfjöldi 1. janúar Sæki mannfjölda...

- %

Hagvöxtur Sæki hagvöxt...

- %

Atvinnuleysi í Sæki atvinnuleysi...

- %

Verðbólga í , 12 mánaða breyting vísitölu neysluverðs Sæki verðbólgu, 12 mánaða breytingu vísitölu neysluverðs...

Myndrit

Birtingaráætlun

  • 05. júlí 2022 Áætlaður meðalrekstrarkostnaður á grunnskólanema í júlí 2022
  • 07. júlí 2022 Vöruviðskipti í júní 2022, bráðabirgðatölur
  • 08. júlí 2022 Starfsemi safna 2019 og 2020
  • 08. júlí 2022 Starfsemi leikhúsa- og hópa 2018 - 2020
  • 11. júlí 2022 Efnahagslegar skammtímatölur í júlí 2022
  • 12. júlí 2022 Gjaldþrot og fyrri virkni fyrirtækja í maí 2022
  • 12. júlí 2022 Nýskráningar félaga í júní 2022
  • 14. júlí 2022 Skuldir, eignir og eiginfjárstaða einstaklinga úr skattframtölum
  • 14. júlí 2022 Tekjur - Skattframtöl