Rúm 38% nýnema luku bakkalárgráðu á þremur árum
Haustið 2014 hófu 2.310 nýnemar þriggja ára nám til bakkalárgráðu í háskólum á Íslandi. Þremur árum síðar höfðu 38,1% þeirra brautskráðst á tilætluðum tíma og 0,2% til viðbótar höfðu útskrifast úr öðru háskólanámi, svo sem tveggja ára diplómanámi.