Spyrlastarf í úthringiveri

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyril til starfa til að hafa samband símleiðis við þátttakendur í rannsóknum og safna gögnum með viðtölum.

Ef þú:

  • átt auðvelt með samskipti við fólk í gegnum síma og hefur ánægju af þeim,
  • ert kurteis, þolinmóður, nákvæmur og ábyrgur einstaklingur,
  • býrð að góðri almennri tölvukunnáttu,
  • hefur gott vald á íslensku, ensku og jafnvel fleiri tungumálum,
  • ert orðin/nn 18 ára,
  • og hefur jafnvel reynslu af spyrla- eða úthringistörfum

máttu gjarnan senda okkur upplýsingar um bakgrunn og reynslu þína sem fyrst á spyrlastarf@hagstofa.is. Öllum fyrirspurnum má einnig beina á sama netfang.

Spyrlar vinna 2–4 daga í viku eftir föstu vaktskipulagi. Vinnutími er frá 17 til 22 mánudaga til fimmtudaga og frá 13 til 17 á sunnudögum. Greidd eru yfirvinnulaun, alls 3.054 kr. á tímann auk orlofs.