Mannauðsstjóri

Hagstofa Íslands óskar eftir öflugum og metnaðarfullum leiðtoga til þess að veita mannauðsmálum forystu. Mannauðsstjóri leiðir þróun starfsmannamála, beitir faglegri þekkingu við úrlausn mála og hefur skýra sýn á uppbyggingu á framsæknu starfsumhverfi.

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi og framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála æskileg
  • Reynsla af því að veita mannauðsmálum forystu
  • Mikil færni í mannlegum samskiptum
  • Leiðtogahæfileikar
  • Þekking og reynsla á stjórnsýslu hins opinbera er æskileg
  • Þekking og reynsla á greiningu mannauðsgagna er æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku ásamt færni í að miðla upplýsingum í ræðu og riti
  • Þekking á gæðastarfi er kostur
  • Þekking á launamálum er kostur
  • Skipulagsfærni og fagleg sjálfstæð vinnubrögð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 15. janúar 2021.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Elsa Knútsdóttir í síma 528 1000.

Sótt er um starfið á Starfatorgi