Sérfræðingur á efnahagssviði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í vísitöludeild. Deildin sér um útreikning verðvísitalna, úrvinnslu útgjaldarannsóknar og alþjóðlegan verðsamanburð.

Starfið felur í sér vinnu við mælingu og útreikning verðvísitalna og annarrar verðtölfræði. Þar má nefna vísitölu byggingarkostnaðar, vísitölu framleiðsluverðs og vísitölu neysluverðs. Starfið felur að auki í sér samskipti við gagnaveitendur, meðhöndlun stórra gagnasafna, framleiðsluferla, þjónustu við notendur og kynningu á aðferðafræði. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og fela í sér samskipti við innlenda og erlenda aðila.

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf í verkfræði, stærðfræði, hagfræði eða önnur sambærileg menntun sem veitir sterkan grunn í greiningu.
 • Reynsla af forritun og vinnslu í gagnagrunnum (SQL, R, Python)
 • Geta til að vinna sjálfstætt, skipulega og eftir áætlun
 • Rekstrarfærni, þjónustulund
 • Góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði, nákvæmni og stöðluð vinnubrögð

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Sækja um starf


Sérfræðingur í félagsmálatölfræði

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða til starfa sérfræðing á sviði úrtaksrannsókna.

Helstu verkefni snúa að vinnslu gagna fyrir lífskjararannsókn Hagstofunnar, þar með talið endurhönnun vinnsluferla. Lögð er áhersla á gæði gagna, skilvirkni aðgerða og markvissa skjölun. Um er að ræða viðamikla langsniðsrannsókn sem er framkvæmd með samræmdum hætti á alþjóðavísu. Starfið verður unnið í nánu samstarfi við aðra sérfræðinga Hagstofunnar.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á Python og/eða R er nauðsynleg
 • Þekking á gagnagrunnum (t.d. SQL)
 • Tölfræðiþekking
 • Reynsla af teymisvinnu er kostur
 • Góð íslensku og enskukunnátta er kostur
 • Þekking á aðferðum úrtaksrannsókna er kostur
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðs hafa gert. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2019. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út..

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Sækja um starfSpyrlastarf í úthringiveri

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyril til starfa til að hafa samband símleiðis við þátttakendur í rannsóknum og safna gögnum með viðtölum.

Ef þú:

 • átt auðvelt með samskipti við fólk í gegnum síma og hefur ánægju af þeim,
 • ert kurteis, þolinmóður, nákvæmur og ábyrgur einstaklingur,
 • býrð að góðri almennri tölvukunnáttu,
 • hefur gott vald á íslensku, ensku og jafnvel fleiri tungumálum,
 • ert orðin/nn 18 ára,
 • og hefur jafnvel reynslu af spyrla- eða úthringistörfum

máttu gjarnan senda okkur upplýsingar um bakgrunn og reynslu þína sem fyrst á spyrlastarf@hagstofa.is. Öllum fyrirspurnum má einnig beina á sama netfang.

Spyrlar vinna 2–4 daga í viku eftir föstu vaktskipulagi. Vinnutími er frá 17 til 22 mánudaga til fimmtudaga og frá 13 til 17 á sunnudögum. Greidd eru yfirvinnulaun, alls 3.054 kr. á tímann auk orlofs.