Sérfræðingar á fyrirtækjasviði

Hagstofa Íslands leitar að tveimur metnaðarfullum sérfræðingum til starfa á fyrirtækjaviði. Helstu verkefni snúa að þróun, uppbyggingu og framleiðslu á tölfræði um atvinnuvegina í samræmi við alþjóðlega staðla og innlendar þarfir.

Viðkomandi sérfræðingar munu vinna í samstarfi við aðra sérfræðinga fyrirtækjasviðs að umbótum og sjálfvirkivæðingu á tölfræðiframleiðslu sviðsins.

Á fyrirtækjasviði er unnin tölfræði um:

 • Afkomu og rekstur fyrirtækja eftir atvinnugreinum
 • Gistinætur og ferðamál
 • Nýjungar fyrirtækja og útgjöld til rannsókna- og þróunar
 • Umhverfismál
 • Utanríkisverslun
 • Sjávarútveg og landbúnað

Hæfniskröfur:

 • Framhaldsmenntun í verkfræði, tölfræði, hagfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af forritun í R eða Python tengt tölfræðiúrvinnslu
 • Reynsla og þekking á gagnavinnslu í t.d. SQL er æskileg
 • Reynsla og þekking á gagnahögun er æskileg
 • Reynsla og þekking á greiningu ársreikninga er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Góð samskiptafærni
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2020 og skal sótt um á vef starfatorgs: www.starfatorg.is.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólafur Arnar Þórðarson í síma 5281000. Netfang: olafur.a.thordarson@hagstofa.is

Smelltu hér til að sækja um starfið