Vef- og viðmótshönnuður

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða vef- og viðmótshönnuð.

Starfið felst í að leiða áframhaldandi framþróun á vef Hagstofunnar og sá sem því sinnir yrði helsti sérfræðingur Hagstofunnar á sviði vefmiðlunar, með tilliti til hönnunar og framsetningar efnis. Vinnan gengur út á að þróa og innleiða stafrænar lausnir með notendamiðaðri hönnun. Starfið er unnið í nánu samstarfi við forritara á upplýsingatæknideild og sérfræðinga á fagsviðum Hagstofunnar.

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur, til dæmis á sviði vef- og viðmótshönnunar, margmiðlunar eða viðeigandi listnáms
 • Starfsreynsla af vef- og viðmótshönnun er nauðsynleg
 • Starfsreynsla af hönnun og myndvinnslu (grafísk hönnun og myndræn gagnaframsetning)
 • Þekking og/eða starfsreynsla á framendaforritun (HTML og CSS)
 • Þekking á almennt viðurkenndum venjum í hugbúnaðarþróun
 • Reynsla af því að hafa starfað í teymum og stjórnað verkefnum
 • Þekking á Javascript er kostur
 • Þekking á hagnýtingu samfélagsmiðla er kostur
 • Góð samskipta- og samstarfsfærni
 • Frumkvæði og drifkraftur

Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2020.

Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Hauksdóttir í síma 5281000.

Smelltu hér til að sækja um starfið

Spyrlastarf í úthringiveri

Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða spyril til starfa til að hafa samband símleiðis við þátttakendur í rannsóknum og safna gögnum með viðtölum.

Ef þú:

 • átt auðvelt með samskipti við fólk í gegnum síma og hefur ánægju af þeim,
 • ert kurteis, þolinmóður, nákvæmur og ábyrgur einstaklingur,
 • býrð að góðri almennri tölvukunnáttu,
 • hefur gott vald á íslensku, ensku og jafnvel fleiri tungumálum,
 • ert orðin/nn 18 ára,
 • og hefur jafnvel reynslu af spyrla- eða úthringistörfum

máttu gjarnan senda okkur upplýsingar um bakgrunn og reynslu þína sem fyrst á spyrlastarf@hagstofa.is. Öllum fyrirspurnum má einnig beina á sama netfang.

Spyrlar vinna 2–4 daga í viku eftir föstu vaktskipulagi. Vinnutími er frá 17 til 22 mánudaga til fimmtudaga og frá 13 til 17 á sunnudögum. Greidd eru yfirvinnulaun, alls 3.054 kr. á tímann auk orlofs.