FRÉTT FERÐAÞJÓNUSTA 30. APRÍL 2020

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í mars síðastliðnum dróst saman um 55% samanborið við mars 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 54% og um 48% á gistiheimilum. Þá var 65% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður og 50% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.).

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 322.000 í mars en þær voru um 711.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 214.000, þar af 175.400 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 61.000 og um 47.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Gistinóttum á hótelum fækkaði um 54%
Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 175.400 sem er fækkun um 54% frá sama mánuði árið áður. Samdrátturinn var mestur á Suðurnesjum (62%), en gistinóttum á hótelum fækkaði um meira en 50% í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem fækkunin nam 29%. Um 62% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu, eða 108.000, sem er fækkun um 52% frá mars 2019.

Gistinætur á hótelum
  Mars   Apríl-mars  
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Alls382.357175.411-544.452.2424.331.473-3
Höfuðborgarsvæði227.128107.989-522.547.0772.406.751-6
Suðurnes32.27812.351-62326.735380.28116
Vesturland og Vestfirðir17.8608.872-50252.367239.864-5
Norðurland22.07910.139-54325.203321.250-1
Austurland4.9253.500-29103.748118.01814
Suðurland78.08732.560-58897.112865.309-4
Þjóðerni
Íslendingar40.33819.862-51448.710432.514-4
Erlendir gestir342.019155.549-554.003.5323.898.959-3

Á 12 mánaða tímabili, frá apríl 2019 til mars 2020, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.331.000 sem er 3% fækkun miðað við sama tímabil árið áður.

Herbergjanýting á hótelum í mars 2020 var 30,1% og dróst saman um 35,8 prósentustig frá fyrra ári. Framboð gistirýmis jókst um 3,3% frá mars 2019 mælt í fjölda hótelherbergja en í samanburði við febrúarmánuð 2020 var samdráttur á framboði upp á 1,7%. Gististaðir sem eru opnir hluta úr mánuði teljast með í framboðstölum þess mánaðar. Ef gististaðir voru opnir í upphafi mars en lokuðu þegar leið á mánuðinn kemur það því fram í nýtingartölum fyrir mars en í tölum um framboð fyrir þá mánuði sem þeir eru lokaðir í framhaldinu.

Framboð og nýting hótelherbergja í mars
  Herbergjafjöldi á hótelum í mars Herbergjanýting hótela í mars
2019 2020 % 2019 2020 prst
Alls10.38410.7273,3%65,9%30,1%-35,8
Höfuðborgarsvæði5.1065.2422,7%79,8%38,2%-41,6
Suðurnes821773-5,8%68,4%28,5%-39,9
Vesturland og Vestfirðir7948456,4%40,1%19,3%-20,8
Norðurland1.1271.1280,1%37,8%17,0%-20,8
Austurland34943123,5%26,2%15,3%-10,9
Suðurland2.1872.3085,5%62,4%25,2%-37,3

Um 89% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn eða 155.500. Ferðamenn frá Bretlandi voru með flestar gistinætur (42.600), þar á eftir komu Bandaríkjamenn (38.200) og Þjóðverjar (15.900) en gistinætur Íslendinga voru 19.800.

Skyndileg fækkun brottfara frá Keflavíkurflugvelli olli því að ekki náðist að fullu að safna úrtaki fyrir framkvæmd landamærarannsóknar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands í mars. Það veldur því að mat á fjölda gistinátta utan hefðbundinnar gistináttaskráningar, þ.m.t. gistinætur á stöðum sem miðla gistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður, er háð meiri óvissu en ella. Ekki mældust neinar gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða í mánuðinum en ef tekið er mið af þeim svörum sem bárust má ætla að gistinætur erlendra ferðamanna hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annars staðar þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu, hafi verið um 9.000.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Áætlun fyrir gistinætur utan hefðbundinnar gistináttatalningar byggist á niðurstöðum úr landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna sem framkvæmd er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Einnig er byggt á gögnum úr gistináttagrunni Hagstofunnar að teknu tilliti til upplýsinga um virðisaukaskattskylda veltu frá Airbnb og bílaleigum sem leggja áherslu á útleigu viðverubúinna húsbíla. Þær aðferðir sem beitt er við áðurnefnda áætlun eru í þróun innan Hagstofu Íslands. Tölur sem birtar eru um ógreiddar gistinætur og gistinætur sem miðlað er í gegnum vefsíður eru því bráðabirgðatölur og geta tekið breytingum með hliðsjón af bættum upplýsingum og aðferðum. Við landsvæðaskiptingu þessara talna er stuðst við vefskröpun og gögn úr gistináttagrunni Hagstofunnar. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur frá og með 2019 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela, en fyrir þau eru bráðabirgðatölur fyrir mars 2020.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1000 , netfang gistiskyrslur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.