Starfsfólk í leikskólum 2009


  • Hagtíðindi
  • 19. maí 2010
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Í desember 2009 störfuðu 5.596 starfsmenn í 4.813 stöðugildum í 282 leikskólum á Íslandi. Starfsmönnum hefur fjölgað um 51% og stöðugildum um 73% frá árinu 1998 þegar Hagstofan hóf að birta gögn um börn og starfsfólk í leikskólum. Á sama tíma hefur börnunum fjölgað um 24% en barngildin hafa aukist um 60%, en þá hefur verið tekið tillit til aldurs og lengdar viðveru barnanna. Á þessu tímabili hefur leikskólum fjölgað um 33 og munar þar mest um fjölgun einkarekinna leikskóla.

Til baka