ÍSMENNT2011 — Flokkun menntunarstöðu


  • Hagtíðindi
  • 04. apríl 2017
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Menntunarstaða Íslendinga hefur lengi verið flokkuð í könnunum Hagstofu Íslands, sem og í könnunum og rannsóknum einstaklinga og stofnana. Hagstofan hefur hins vegar ekki birt slíka flokkun á menntunarstöðu opinberlega. Mennta- og menningarmáladeild Hagstofunnar setti niður fyrstu hugmyndir að flokkun á menntunarstöðu í júní 2010. Sú flokkun var þróuð áfram til notkunar í manntali fyrir árið 2011. Hér er þetta flokkunarkerfi gefið út. Gert er ráð fyrir því að flokkunarkerfið verði notað innan Hagstofunnar og í útgáfum hennar, en einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir sem þurfa á menntunarflokkun að halda geti notað það.

Til baka