FRÉTT FJÁRMÁL HINS OPINBERA 17. MARS 2011

Bráðabirgðauppgjör ríkisfjármála samkvæmt uppgjöri þjóðhagsreikninga, sem birt var hinn 9. mars og 14. mars 2011, hefur verið leiðrétt með hliðsjón af áföllnum ríkisábyrgðum í lok árs 2010 að fjárhæð 22,5 milljarðar króna sem ekki höfðu verið taldar með. Þessar ríkisábyrgðir eru meðal annars vegna Lánasjóðs landbúnaðarins (13,8 milljarðar króna). Tekjuhalli ríkissjóðs árið 2010 er eftir leiðréttingu 95 milljarðar króna í stað 72,5 milljarða króna og heildarútgjöld um 578 milljarðar króna í stað 555 milljarðar króna áður. Þessi leiðrétting hefur samsvarandi áhrif á tekjuafkomu og heildarútgjöld hins opinbera. Hagtíðindahefti um Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi 2010 (9.3.2011) og Fjármál hins opinbera 2010, bráðabirgðauppgjör (14.03.2011) hafa bæði verið leiðrétt með hliðsjón af þessu.

Fjármál hins opinbera 2010, bráðabirgðatölur - Hagtíðindi

Fjármál hins opinbera á 4. ársfjórðungi - Hagtíðindi 

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.