Vöruviðskiptajöfnuður
Í janúar 2019 voru fluttar út vörur fyrir 59,4 milljarða króna og inn fyrir 52,5 milljarða króna fob (56,3 milljarða króna cif). Vöruviðskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæplega 7 milljarða króna. Í janúar 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 2,8 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptajöfnuður í janúar 2019 var því 9,7 milljörðum króna meiri en á sama tíma árið áður. Án skipa og flugvéla nam afgangur vegna vöruviðskipta í mánuðinum 4,7 milljörðum króna, samanborið við 2,7 milljarða króna halla í janúar 2018. Síðast var afgangur á vöruviðskiptum í október 2016, um 1,5 milljarða króna á gengi þess árs.

Útflutningur
Í janúar 2019 var verðmæti vöruútflutnings 11,1 milljarði króna hærri en í janúar árið áður, eða 22,9% á gengi hvors árs1. Aukninguna má aðallega rekja til aukins útflutnings á sjávarafurðum og iðnaðarvörum. Iðnaðarvörur voru 51,0% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 12,8% miðað við janúar á síðasta ári. Sjávarafurðir voru 37,5% alls útflutnings og jókst verðmæti þeirra um 24,6% miðað við sama tíma á síðasta ári.

Innflutningur
Í janúar 2019 var verðmæti vöruinnflutnings 1,3 milljörðum króna hærri en í janúar árið áður, eða 2,6% á gengi hvors árs¹. Innflutningur jókst mest á matvörum og drykkjavörum.

Vöruviðskipti

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar 2018 og 2019
  Millj. kr. á gengi hvors árs Breytingar frá
fyrra ári á gengi
hvors árs, %
                                  Janúar
2018 2019 Jan - jan
Útflutningur alls fob48.366,059.434,222,9
Sjávarafurðir17.891,122.287,624,6
Landbúnaðarvörur2.256,13.082,036,6
Iðnaðarvörur26.879,130.329,212,8
Aðrar vörur1.339,73.735,5178,8
Innflutningur alls fob51.146,552.472,52,6
Matvörur og drykkjarvörur4.032,66.091,751,1
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a.12.008,213.854,515,4
Eldsneyti og smurolíur7.892,15.716,3-27,6
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki)14.321,214.451,00,9
Flutningatæki6.044,64.762,9-21,2
Neysluvörur ót.a.6.788,97.549,611,2
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur)58,946,5-21,0
Vöruviðskiptajöfnuður-2.780,56.961,7 -350,4

1Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruviðskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruviðskiptum. Mánaðarlegar tölur um vöruviðskipti líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni