Hagstofan er með API-vefþjónustu (Application Programming Interface) sem hægt er að nota fyrir allt talnaefni á vef stofnunarinnar. API er notað til að sækja gögn á milli kerfa.

Fyrst þarf að velja úr töflunni það sem á að vera í API-fyrirspurninni, sjá leiðbeiningar um hvernig valið er úr töflum (px-töflum).

Þegar glugginn með niðurstöðunum kemur upp er API fyrir neðan gluggann/töfluna. Smellt er á API - Nota töfluna í eigin kerfum og birtist þá API þar fyrir neðan.


Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


Hægt er að afrita slóðina inn í eigin kerfi til að nota þar eða smella á Vista API fyrirspurn (json).

Hægt er að breyta sniðinu á API-kallinu sem verið er að sækja.


Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3


Ef smellt er á tengilinn Frekari upplýsingar vísar hann á upplýsingar hjá sænsku hagstofunni sem útbjó þennan API. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á upplysingar@hagstofa.is fyrir frekari upplýsingar.


Leiðbeiningar um px: Vista niðurstöður mynd 3