Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða töflur með ýtarlegu talnaefni og tímaröðum, flokkaðar eftir efni.

Talnaefni Hagstofunnar er miðlað með PX-Web-hugbúnaði sem var hannaður af sænsku hagstofunni til þess að miðla tölfræðilegum upplýsingum. Hugbúnaðurinn er meðal annars notaður af hinum norrænu hagstofunum.

Boðið er upp á að nota API til að sækja talnaefni beint. Einnig er hægt að búa til fyrirspurnir og fá t.d. gögnin uppfærð beint inn í Excel.

Aðgangur að talnaefninu er öllum opinn en notendur eru vinsamlegast beðnir um að geta heimilda. Efni er uppfært í tengslum við birtingar kl. 9 að morgni birtingardags, sjá nánar á birtingaráætlun.

Leiðbeiningar