FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 15. JÚNÍ 2017

Á árinu 2016 voru fluttar út vörur fyrir 537,4 milljarða króna fob en inn fyrir 645,6 milljarða króna fob, 687,6 milljarða króna cif. Halli var því á vöruviðskiptum við útlönd, reiknað á fob verðmæti út- og innflutnings, sem nam 108,2 milljörðum króna en 30,6 milljarða króna halli var árið 2015 á gengi hvors árs.¹

Verðmæti vöruútflutnings minnkaði um 14,2% frá fyrra ári, á gengi hvors árs, og verðmæti vöruinnflutnings minnkaði um 1,7%. Hlutur iðnaðarvöru var 50,3% alls vöruútflutnings og hlutur sjávarafurða var 43,2%.

Í vöruinnflutningi voru stærstu vöruflokkarnir hrá- og rekstrarvörur með 26,1% hlutdeild, fjárfestingarvörur með 21,8% hlutdeild og flutningatæki með 18,6% hlutdeild. Stærstu viðskiptalönd voru Holland (Niðurland) í vöruútflutningi og Noregur í vöruinnflutningi og var EES þýðingarmesta markaðssvæðið, jafnt í vöruútflutningi sem vöruinnflutningi.

Verðmæti útflutnings og innflutnings í janúar–desember 2015 og 2016
    Breytingar frá fyrra
  Jan.–desember ári á gengi hvors árs,
  2015 2016  % jan.–desember
       
Útflutningur alls fob 626.091,9 537.444,8 -14,2
Sjávarafurðir 264.665,4 232.237,9 -12,3
Landbúnaðarvörur 13.267,6 16.844,5 27,0
Iðnaðarvörur 331.060,2 270.407,9 -18,3
Aðrar vörur 17.098,7 17.954,6 5,0
       
Innflutningur alls fob 656.661,9 645.611,6 -1,7
Matvörur og drykkjarvörur 65.036,8 57.418,8 -11,7
Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 184.882,8 168.494,0 -8,9
Eldsneyti og smurolíur 83.123,8 69.867,6 -15,9
Fjárfest.vörur (þó ekki flutn.tæki) 137.382,1 140.651,0 2,4
Flutningatæki 103.893,4 120.118,3 15,6
Neysluvörur ót.a. 81.398,8 88.542,6 8,8
Vörur ót.a (t.d. endursendar vörur) 944,2 519,4 -45,0
       
Vöruskiptajöfnuður -30.570,1 -108.379,3 .

Við minnum á breytta birtingu á töflum um vöruviðskipti á vef Hagstofunnar.

¹Hagstofa Íslands birtir ekki lengur tölur um vöruskipti á föstu gengi. Á vef Hagstofu Íslands er að finna töflu um hlutfall einstakra gjaldmiðla í vöruskiptum.


Mánaðarlegar tölur um utanríkisverslun líðandi árs eru endurskoðaðar allt árið og því geta tölur fyrri mánaða árs breyst með útgáfu nýrra mánaðartalna. Endanlegar tölur fyrir hvert ár eru gefnar út á vormánuðum næsta ár á eftir.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.