FRÉTT UTANRÍKISVERSLUN 14. JÚNÍ 2017

Frá og með útgáfu árstalna fyrir 2016 sem verða gefnar út á morgun, þann 15. júní, verður breyting á birtingu á vöruviðskiptatölum á vef Hagstofunnar á öllum töflum nema tollskrárnúmeratöflum sem verða birtar með óbreyttum hætti að sinni. Í stað þeirra 38 taflna sem birtar hafa verið verða nú birtar 17 töflur. Þar af eru 10 sem eru uppfærðar við útgáfu hvers mánaðar og 7 töflur sem eru uppfærðar einu sinni á ári, við lokaútgáfu árstalna síðasta árs.

Allar töflurnar 10 innihalda bæði árstölur og mánaðartölur og hægt er að velja um hvort fyrir sig. Einnig inniheldur hver tafla nú fleiri breytur sem velja má um. Sem dæmi má nefna töflu um innflutning og útflutning eftir hagrænni flokkun, löndum og markaðssvæðum. Notandi getur þar valið hvort hann vill fá innflutning og/eða útflutning, flokkun og/eða lönd. Auðveldara er því að skoða verslun við einstök lönd eftir flokkunum. Bent er á að ef að breyta er stjörnumerkt, verður að velja gildi fyrir viðkomandi breytu en ef stjörnumerking er ekki til staðar þarf þess ekki.

SITC flokkunin er með töflur sér fyrir útflutning annars vegar og innflutning hins vegar. Eins og áður eru séríslensku flokkanirnar Hagstofuflokkun og Vinnslugreinaflokkun aðeins notaðar fyrir útflutning.

Í samræmi við óskir notenda hefur markaðssvæðum verið breytt úr áherslu á Evrópska efnahagssvæðið (EES) í áherslu á Evrópusambandið (ESB).

Mánaðarleg tafla um bráðabirgðatölur fyrir hvern mánuð er óbreytt.

Með þessari fréttatilkynningu fylgir samsvörunarskrá um breytingarnar.

Athugasemdir er hægt að senda á póstfangið utanrikisverslun@hagstofa.is.

Tafla Heiti Tíðni
1 Bráðabirgðatölur nýjasta mánaðar Mánaðarlega
2 Útflutningur, innflutningur og vöruskiptajöfnuður 2010-2017 Mánaðarlega
3 Útflutningur og innflutningur eftir löndum 2010-2017 Mánaðarlega
4 Útflutningur og innflutningur flokkaður á fob verðmæti 1999-2017 Mánaðarlega
5 Útfluttar- og innfluttar vörur eftir hagrænni flokkun og löndum 2010-2017 Mánaðarlega
6 Hlutdeild landa og gjaldmiðla í út- og innflutningi, 1999-2016 Árlega
7 Útflutningur eftir Hagstofuflokkun og löndum 2010-2017 Mánaðarlega
8 Útflutningur eftir vinnslugreinaflokkun og löndum 2010-2017 Mánaðarlega
9 Útflutningur eftir vöruflokkum og vinnslugreinum, 2002-2016 Árlega
10 Útflutningur eftir vinnslugreinum og vöruflokkum, 2002-2016 Árlega
11 Útflutningur eftir völdum vöruflokkum (Hagstofuflokkun) 1840-2016 Árlega
12 Útfluttur ferskur fiskur efitr flutningsmáta 1988-2016 Árlega
13 Útflutningur eftir SITC1 og 2, Rev.4 og löndum 2010-2017 Mánaðarlega
14 Útflutningur eftir SITC3, Rev. 4 1999-2016 Árlega
15 Innflutningur eftir SITC1 og 2, Rev. 4 og löndum 2010-2017 Mánaðarlega
16 Innflutningur eftir SITC3, Rev. 4 1999-2016 Árlega
17 Innflutningur nokkurra vörutegunda eftir löndum 2010-2017 Mánaðarlega

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1151 , netfang utanrikisverslun@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.