FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 10. APRÍL 2018

Heildarskuldbindingar innlendra efnahagsgeira námu 27.844 milljörðum króna eða 1.135% af vergri landsframleiðslu (VLF) í árslok 2016. Heildarfjáreignir námu 27.137 milljörðum eða 1.106% af VLF samkvæmt nýuppfærðum tölum Hagstofu Íslands. Fjáreign innlendra aðila var því neikvæð um 707 milljarða í lok árs 2016, en var neikvæð um 839 milljarða króna árið áður.


Fjáreignir heimilanna stóðu í 5.666 milljörðum kr. og fjárskuldir í 1.930 milljörðum kr. í lok árs 2016. Heildarfjáreignir jukust um tæplega 8,9% á meðan skuldir hækkuðu um rúmlega 2,3% milli áranna 2015 og 2016.

Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu um 4.562 milljörðum kr. samkvæmt uppfærðum tölum og lækkuðu um 12,2% frá árinu 2015, en fjárskuldir stóðu í 8.435 milljörðum kr. og lækkuðu um 5,5% á milli ára.

Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 15.532 milljörðum kr. í lok árs 2016 og drógust saman um 8,8% á milli ára, en fjárskuldbindingar voru 15.213 milljarðar kr. og höfðu lækkað um 6,9% á milli ára.

Í lok árs 2016 námu fjáreignir hins opinbera 1.319 milljörðum kr. eða sem nemur 54% af VLF og skuldir 2.258 milljörðum kr. eða 92% af VLF.

Fjármálaeignir erlendra aðila stóðu í 4.539 milljörðum kr. (185% af VFL) í árslok 2016 og skuldbindingar í 3.823 milljörðum kr. (156% af VFL). Fjáreignir lækkuðu um 22% og skuldbindingar um tæp 23% milli áranna 2015 og 2016.

 

Næsta birting fjármálareikninga er í september 2018

Fjármálareikningar – upplýsingar um aðferðafræði og hugtök, sjá lýsigögn.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.