FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 18. OKTÓBER 2016

Heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira voru 24.553 milljarðar króna og námu 1.109% af landsframleiðslu í árslok 2015 en á sama tíma töldu fjárskuldbindingar 25.839 milljarða eða 1.169% af landsframleiðslu. Heildarfjáreignir lækkuðu um 2% og skuldbindingar um 14% milli áranna 2014 og 2015. Lækkun skuldbindinganna má útskýra að hluta vegna mikilla afskrifta í tengslum við samkomulag um uppgjör föllnu bankanna í lok 2015.

 

Fjáreignir og -skuldbindingar fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja lækkuðu um 7% og 4% á árunum 2014 og 2015. Það var vegna heildarlækkunar eigna og skulda yfir geirann.

Eignir fjármálafyrirtækja minnkuðu um 3% og skuldbindingar um rúmlega 21% á milli áranna og aðallega vegna mikilla afskrifta og samkomulags við kröfuhafa sem áður var minnst á. Þrátt fyrir að loka niðurstaða liggi ekki fyrir að öllu leyti varðandi afskriftir má búast við uppfærðum tölum í næstu hagtíðindum í apríl 2017.

Eignir hins opinbera stóðu í 1.171 milljörðum (53% af VLF) og skuldir í 2.240 milljörðum (101% af VLF) í lok 2015.

Fjáreignir heimilanna stóðu í 5.163 milljörðum og skuldir í 1.888 milljörðum í lok 2015. Heildareignir jukust um tæplega 12% á meðan skuldir lækkuðu um rúmlega 2% milli 2014 og 2015.

Erlendar fjármálaeignir stóðu í 5.269 milljörðum (238% af VLF) og skuldbindingar í 3.974 milljörðum (180% af VLF). Miðað við árið 2014 má sjá að þessar tölur hafa lækkað, sérstaklega eignir um 44% og skuldbindingar um tæp 10%.

Næsta birting fjármálareikninga er í apríl 2017.

Fjármálareikningar – upplýsingar um aðferðafræði og hugtök, sjá lýsigögn.

Fjármálareikningar 2005–2015 — Hagtíðindi

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang thjodhagsreikningar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.