Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 13,3 milljörðum króna í janúar 2013 samanborið við 12,6 milljarða í janúar 2012. Aflaverðmæti hefur því aukist um 696 milljónir eða 5,5% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks jókst um 3,5% milli ára og var tæplega 7,7 milljarðar í janúar 2013. Verðmæti þorskafla var um 4,3 milljarðar sem er 3% hærra en í janúar 2012. Aflaverðmæti ýsu nam 1,2 milljarði og dróst saman um 13,5% en verðmæti karfaaflans nam 1,1 milljarði króna, sem er 23,4% aukning frá janúar 2012. Verðmæti ufsaaflans jókst um 8,8% milli ára og var 506 milljónir í janúar 2013.

Verðmæti uppsjávarafla nam tæplega 5 milljörðum króna í janúar 2013, sem er um 10,2% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist af 12,3% aukningu á verðmæti loðnu en nær enginn annar uppsjávarafli veiddist í janúar 2013. Aflaverðmæti flatfisksafla nam 551 milljónum, sem er 7,3% samdráttur frá janúar 2012.

Verðmæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam 8 milljörðum króna í janúar 2013 líkt og árið áður. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands dróst saman um 4,4% milli ára og var ríflega 1,7 milljarður í janúar 2013. Aflaverðmæti sjófrystingar nam rúmum 3 milljörðum í janúar 2013 sem er 35,3% aukning milli ára en verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 420 milljónum króna, sem er 5,2% samdráttur frá janúar 2012.

Hagstofan hefur endurskoðað bráðabirgðatölur fiskafla ársins 2012. Heildarafli íslenskra skipa var 1.480.472 tonn og aflaverðmætið tæpir 161 milljarðar króna. Þar af var þorskafli 204.755 tonn að verðmæti 49,5 milljarðar króna, ýsuafli  47.768 tonn að verðmæti 12,2 milljarðar króna, síldaraflinn 192.260 tonn að verðmæti 14,6 milljarðar og makrílaflinn 151.943 tonn að verðmæti 14,4 milljarðar króna.

Upplýsingar um afla og aflaverðmæti janúarmánaðar 2013 ásamt endurskoðuðum tölum fyrir árið 2012 er að finna í talnaefni.

Verðmæti afla janúar 2013
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2012 2013 fyrra ári, %
Verðmæti alls 12.638 13.334 5,5
Botnfiskur 7.427 7.686 3,5
Þorskur 4.204 4.330 3,0
Ýsa 1.365 1.181 -13,5
Ufsi 465 506 8,8
Karfi 915 1.129 23,4
Úthafskarfi 0 0 0,0
Annar botnfiskur 478 540 13,0
Flatfisksafli 594 551 -7,3
Uppsjávarafli 4.521 4.984 10,2
Síld 6 18 205,7
Loðna 4.423 4.965 12,3
Kolmunni 93 1 -98,5
Annar uppsjávarafli 0 0 0,0
Skel- og krabbadýraafli 94 111 18,2
Rækja 87 105 19,8
Annar skel- og krabbad.afli 7 6 -3,7
Annar afli 2 2 6,1

Verðmæti afla eftir tegund löndunar janúar 2013
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2012 2013 fyrra ári, %
Verðmæti alls 12.638 13.334 5,5
Til vinnslu innanlands 8.074 8.061 -0,2
Í gáma til útflutnings 443 420 -5,2
Landað erlendis í bræðslu 0 0 0,0
Sjófryst 2.261 3.059 35,3
Á markað til vinnslu innanlands 1.821 1.741 -4,4
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 0 0 0,0
Selt úr skipi erlendis 0 0
Fiskeldi 0 0
  Aðrar löndunartegundir 38 53 40,4

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar janúar 2013
Milljónir króna Janúar Breyting frá
    2012 2013 fyrra ári, %
Verðmæti alls 12.638 13.334 5,5
Höfuðborgarsvæði 1.699 2.216 30,4
Suðurnes 2.114 2.158 2,1
Vesturland 754 551 -26,9
Vestfirðir 761 812 6,8
Norðurland vestra 627 568 -9,4
Norðurland eystra 1.690 1.825 8,0
Austurland 3.265 3.490 6,9
Suðurland 1.285 1.275 -0,8
  Útlönd 443 440 -0,8

Talnaefni