Vinsamlegast athugið að þessari fréttatilkynningu var breytt 23. ágúst 2019 frá upprunalegri útgáfu. Textanum "til eigin vinnslu innanlands" hefur verið breytt í "til vinnslu innanlands".

Aflaverðmæti úr sjó nam 10,9 milljörðum í september sem er samdráttur um 2,2% samanborið við september 2017. Verðmæti botnfiskaflans nam tæplega 6,5 milljörðum og jókst um 6%, þar af nam verðmæti þorskaflans tæpum 4,1 milljarði. Verðmæti uppsjávarafla var tæpir 3,6 milljarðar sem er 14,8% minna en í september 2017.

Verðmæti afla sem seldur var til vinnslu innanlands nam tæpum 6,6 milljörðum, verðmæti sjófrysts afla nam tæpum 2,1 milljarði og verðmæti afla sem fór á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,5 milljarði.

Á 12 mánaða tímabili, frá október 2017 til september 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 124 milljörðum króna sem er 13,2% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla 2017–2018
Milljónir króna September Október-september
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls11.107,310.862,6 -2,2109.272,9123.737,3 13,2
Botnfiskur6.088,56.452,2 6,074.499,787.423,1 17,3
Þorskur 4.056,6 4.065,60,2 48.147,8 55.652,4 15,6
Ýsa 725,1 756,0 4,3 7.780,7 9.368,9 20,4
Ufsi 339,0 523,2 54,4 5.951,5 7.241,821,7
Karfi 777,7 840,5 8,1 8.414,3 10.370,7 23,2
Úthafskarfi 0,0 0,0 333,3 218,8 -34,3
Annar botnfiskur190,1 266,8 40,3 3.872,1 4.570,6 18,0
Flatfiskafli595,8563,1 -5,5 7.574,5 9.737,7 28,6
Uppsjávarafli4.215,33.592,1 -14,824.837,323.905,5 -3,8
Síld582,6462,1 -20,75.585,64.101,6 -26,6
Loðna0,00,0 6.709,45.891,7 -12,2
Kolmunni31,234,2 9,7 3.712,5 6.285,9 69,3
Makríll 3.601,5 3.095,8 -14,0 8.829,7 7.626,3 -13,6
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 13,3 0,0 0,0
Skel- og krabbadýraafli207,7255,222,92.361,42.671,1 13,1
Humar 51,6 36,2 -29,8 805,1 613,7 -23,8
Rækja90,0144,0 60,0 1.226,6 1.510,7 23,2
Annar skel- og krabbadýrafli66,175,0 13,4329,7546,765,8
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

Verðmæti afla eftir tegund löndunar 2017–2018
Milljónir króna September Október-september
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls11.107,310.862,6 -2,2109.272,9123.737,3 13,2
Til vinnslu innanlands6.436,16.586,1 2,359.042,170.025,3 18,6
Á markað til vinnslu innanlands1.411,11.536,1 8,915.901,118.658,1 17,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands0,0 0,0 67,41,0 -98,6
Í gáma til útflutnings412,1630,0 52,94.028,75.217,2 29,5
Sjófryst2.835,52.093,2 -26,229.968,329.577,1 -1,3
Aðrar löndunartegundir12,517,2 37,2265,4258,6 -2,5

Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar 2017–2018
Milljónir króna September Október-september
  2017 2018 % 2016–2017 2017–2018 %
Verðmæti alls11.107,310.862,6 -2,2109.272,9123.737,3 13,2
Höfuðborgarsvæði2.447,22.426,6 -0,826.917,231.331,0 16,4
Vesturland504,6417,1 -17,35.937,27.328,6 23,4
Vestfirðir379,3415,39,55.773,96.735,516,7
Norðurland vestra314,0261,1 -16,95.768,15.998,8 4,0
Norðurland eystra2.157,41.643,9 -23,814.123,015.065,0 6,7
Austurland2.337,92.603,4 11,416.895,720.960,2 24,1
Suðurland960,6695,9-27,611.226,99.752,1 -13,1
Suðurnes1.579,61.722,3 9,018.384,120.974,3 14,1
Útlönd426,6677,1 58,74.246,75.591,7 31,7

Talnaefni