FRÉTT MANNFJÖLDI 17. ÁGÚST 2010

Þann 1. júlí 2010 voru landsmenn 318.006 en voru 319.246 fyrir ári síðan. Þetta jafngildir því að íbúum á landinu hafi fækkað um 1.240 á einu ári eða um 0,4%. 

Fækkun í Reykjavík nemur 533
Milli 1. júlí 2009 og 1. júlí 2010 fækkaði íbúum í öllum landshlutum, að frátöldu Norðurlandi eystra en þar fjölgaði um 103 eða 0,4%. Mesta fækkunin varð á Suðurnesjum (-1,6%) og á Suðurlandi ásamt Vestfjörðum (-1,5%). Á höfuðborgarsvæðinu búa nú 63,3% þjóðarinnar og fækkaði íbúum þar milli ára um 248 eða 0,1%. Mestu munar um fækkun í Reykjavík (-533) og Hafnarfirði (-172) en í Kópavogi fjölgaði um 151 íbúa milli ára.

Mannfjöldi í landshlutum 1. júlí 2009 og 2010
      Fjölgun frá Hlutfallsleg 
  2009 2010  fyrra ári (%) skipting
Alls 319.246 318.006 -0,4
Höfuðborgarsvæði 201.598 201.350 -0,1 63,3
Suðurnes 21.462 21.109 -1,6 6,6
Vesturland 15.512 15.404 -0,7 4,8
Vestfirðir 7.445 7.331 -1,5 2,3
Norðurland vestra 7.421 7.396 -0,3 2,3
Norðurland eystra 28.966 29.069 0,4 9,1
Austurland 12.649 12.505 -1,1 3,9
Suðurland 24.193 23.842 -1,5 7,5

Arnarneshreppur og Hörgárbyggð sameinast
Þann 1. júlí 2010 voru sveitarfélög á landinu 76 talsins. Ein sameining sveitarfélaga hefur átt sér stað það sem af er árinu 2010. Þann 12. júní sameinuðust Arnarneshreppur og Hörgárbyggð. Nafn hins nýja sameinaða sveitarfélags er Hörgársveit og voru íbúar þess 598 þann 1. júlí 2010.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.