Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu, var 4.536 milljarðar árið 2018, sem er 7,9% hækkun miðað við árið 2017.
Á tímabilinu nóvember-desember 2018 var veltan 808 milljarðar, eða 5,7% hærri en sömu mánuði árið áður. Á þessu tímabili jókst velta mest hjá ferðaskrifstofum og ferðaskipuleggjendum (18,8%), en í þeim flokki eru bæði fyrirtæki sem skipuleggja ferðir innanlands og íslenskar ferðaskrifstofur sem selja ferðir erlendis. Velta jókst einnig mikið í heild- og umboðssölu með fisk (16,2%); upplýsingum og fjarskiptum (14,2%); sjávarútvegi (13,2%); byggingariðnaði og mannvirkjagerð (11,2%); veitustarfsemi (10,6%) og framleiðslu málma (10,3%). Margar þessara atvinnugreina er með stóran hluta tekna í erlendum gjaldeyri og á þessu tímabili hækkaði gengi erlendra gjaldmiðla um 13% að meðaltali.
Velta bílasölu og -viðgerðum lækkaði um 19,2% frá nóvember-desember 2017 til nóvember-desember 2018.
Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna) | ||||||
Nóv.-des. 2017 | Nóv.-des. 2018 | Breyting, % | 2017 | 2018 | Breyting, % | |
Alls án lyfjaframleiðslu¹ | 764 | 808 | 5,7 | 4.204 | 4.536 | 7,9 |
Landbúnaður og skógrækt² | 24 | ... | ... | 50 | ... | ... |
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða | 55 | 62 | 13,0 | 323 | 358 | 10,7 |
C-24 Framleiðsla málma | 38 | 42 | 10,3 | 222 | 254 | 14,4 |
C Framleiðsla; án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og framleiðslu málma | 80 | 85 | 5,7 | 411 | 431 | 4,9 |
D/E Veitustarfsemi | 31 | 35 | 10,6 | 170 | 188 | 10,5 |
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr j | 62 | 69 | 11,2 | 323 | 357 | 10,3 |
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja | 28 | 22 | -19,2 | 174 | 162 | -6,9 |
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk | 33 | 38 | 16,2 | 194 | 226 | 16,4 |
G-4671 Olíuverslun | 19 | 18 | -3,0 | 124 | 128 | 3,6 |
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun | 63 | 68 | 7,9 | 345 | 366 | 6,2 |
G-47 Smásala | 88 | 93 | 5,5 | 454 | 478 | 5,4 |
H Flutningar og geymsla | 71 | 66 | -6,4 | 460 | 493 | 7,2 |
I Rekstur gististaða og veitingarekstur | 27 | 29 | 5,6 | 191 | 197 | 3,4 |
J Upplýsingar og fjarskipti | 39 | 45 | 14,2 | 198 | 223 | 12,7 |
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum | 8 | 8 | 0,1 | 51 | 52 | 2,3 |
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur | 13 | 16 | 18,8 | 102 | 112 | 9,7 |
Erlend fyritæki sem selja rafræna þjónustu til einstaklinga á Íslandi | 2 | 2 | 3,7 | 7 | 9 | 23,2 |
Aðrar atvinnugreinar | 83 | 87 | 5,1 | 404 | 451 | 11,6 |
¹ Virðisaukaskattskyld velta er birt tímabundið án veltu í lyfjaframleiðslu þar sem verið er að yfirfara og sannreyna gögn í þeirri atvinnugrein. ² Margir bændur skila virðisaukaskattskýrlsu hálfsárslega og hafa lengri skilafrest en aðrir. Því eru ekki komnar áreiðanlegar tölur um veltu í landbúnaði og skógrækt seinni hluta árs 2018. |
Velta í útflutningi
Virðisaukaskattsveltu er skipt eftir þrepum. Almennt þrep, einnig kallað hærra þrep, er í dag með 24% virðisaukaskatti. Í lægra þrepi, sem nú er 11%, eru m.a. matvara, bækur og gisting. Hluti veltu er undanskilinn virðisaukaskatti skv. 14 grein laga um virðisaukaskatt (50/1988). Þar er fyrst og fremst um að ræða útflutning. Að lokum er til starfsemi sem er alfarið undanþegin virðisaukaskatti skv. 2. grein virðisaukaskattslaga og kemur ekki fram í virðisaukaskattsskýrslum, t.d. almenningssamgöngur, læknisþjónusta og íþróttastarfsemi.
Sá hluti veltu sem er undanþegin virðisaukaskatti gefur vísbendingu um útflutningshneigð atvinnugreina. Í tækni og hugverkaiðnaði er útflutningur um 44% af heildarveltu og hefur það hlutfall aukist hægt og sígandi undanfarin áratug.
Velta eftir virðisaukaskattsþrepum árið 2018 (milljarðar króna) | ||||
Alls | Velta undaþegin vsk (útflutningur) | Lægra vsk-þrep | Hærra vsk-þrep | |
Tölvutengd þjónusta (ÍSAT 582, 62, 631) | 112 (100%) | 48 (42%) | 1 (1%) | 64 (57%) |
Meðal- og hátækniframleiðsla (ÍSAT 20, 254, 26-30, 325) | 99 (100%) | 75 (76%) | 0 (0%) | 23 (24%) |
Hátækniþjónusta (ÍSAT 53, 58, 60-63, 72) | 229 (100%) | 68 (30%) | 16 (7%) | 145 (63%) |
Upplýsingatækni og fjarskipti (ÍSAT 261-264, 268, 465, 582, 61-62, 631, 951) | 210 (100%) | 53 (25%) | 6 (3%) | 151 (72%) |
Upplýsinga- og dagskrármiðlun (ÍSAT 581, 59-60, 639) | 45 (100%) | 4 (10%) | 11 (25%) | 29 (65%) |
Tækni- og hugverkaiðnaður (ÍSAT 20, 254, 26-30, 325, 53, 58, 60-63, 72) | 327 (100%) | 143 (44%) | 16 (5%) | 168 (51%) |
Einkennandi greinar ferðaþjónustu (ÍSAT 491, 4932, 4939, 501, 503, 511, 551-553, 561, 563, 771, 7721, 79) | 671 (100%) | 307 (46%) | 293 (44%) | 71 (11%) |
Framleiðsla, án fiskvinnslu, lyfjaframleiðslu og álframleiðslu (ÍSAT 10-33; án 102, 21 og 24) | 431 (100%) | 112 (26%) | 140 (33%) | 179 (41%) |
Framleiðsla málma (ÍSAT 24) | 254 (100%) | 253 (99%) | 0 (0%) | 2 (1%) |
Sjávarútvegur (ÍSAT 031, 102) | 344 (100%) | 238 (69%) | 90 (26%) | 16 (5%) |
Fiskeldi (ÍSAT 032) | 14 (100%) | 6 (46%) | 5 (38%) | 2 (16%) |
Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í janúar 2019 var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, talin vera 788,1 milljarðar króna í september og október 2018, sem var 6,2% hækkun frá sömu mánuðum árið 2017. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, að frátalinni lyfjaframleiðslu, á þessu tímabili er talin vera 789,5 milljarðar, sem er 6,4% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á áður útgefnum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.
Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggjast á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.
Talnaefni
Einkennandi greinar ferðaþjónustu
Allar atvinnugreinar