FRÉTT FYRIRTÆKI 22. SEPTEMBER 2017

Velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan ferðaskrifstofur og farþegaflutninga á vegum, var 734 milljarðar króna í maí og júní sem er 0,4% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Veltan jókst um 2,7% á tímabilinu júlí 2016 til júní 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Starfsemi tengd farþegaflutningum og ferðaskrifstofum var ekki virðisaukaskattskyld fyrr en í ársbyrjun 2016 og er nauðsynlegt að taka tillit til þess þegar velta frá og með 2016 er borin saman við fyrri ár.

Velta í allri virðisaukaskattskyldri starfsemi nam 757 milljörðum króna í maí og júní 2017, en það er hækkun um 0,4% frá sama tímabili 2016.

Tafla 1. Virðisaukaskattsvelta (milljarðar króna)
  Maí-júní 2016 Maí-júní 2017 Breyting, % Júlí 2015-júní 2016 Júlí 2016-júní 2017 Breyting, %
Alls 754 757 0,4 3.944 4.120 •²
Alls án ferðaskrifstofa og farþegaflutninga á vegum¹ 731 734 0,4 3.891 3.994 2,7
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt² 50 51³ •³
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 60 52 -13,4 374 312 -16,5
C-24 Framleiðsla málma 34 36 5,3 212 206 -2,6
C Framleiðsla, án fiskvinnslu (C-102) og framleiðslu málma (C-24) 86 78 -8,8 446 464 3,9
D/E Veitustarfsemi 26 27 1,6 165 164 -0,1
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 53 58 10,2 238 302 27,0
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja 38 40 5,4 154 165 7,6
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk 40 33 -18,2 241 199 -17,2
G-4671 Olíuverslun 20 22 9,4 110 118 6,4
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun 61 63 2,0 334 343 2,5
G-47 Smásala 74 78 5,5 414 439 6,0
H Flutningar og geymsla¹ 81 81 0,5 410 432
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 32 34 7,3 150 183 22,0
J Upplýsingar og fjarskipti 33 34 1,2 190 193 1,2
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 9 11 19,2 39 49 26,7
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur¹ 19 20 4,4 45 104
Aðrar atvinnugreinar 70 74 5,4 371 396 6,6
¹Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, m.a. urðu hluti farþegaflutninga (bálkur H) og þjónusta ferðaskrifstofa virðisaukaskattsskyld.
²Flestir bændur skila virðisaukaskatti hálfsárslega. Velta á tveggja mánaða tímabili gefur því ekki rétta mynd af þróun landbúnaðar.
³ Bændur sem skila virðisaukaskatti hálfsárslega hafa lengri frest en aðrir. Það má telja líklegt að ekki hafi allar skýrslur skilað sér og að veltutölur fyrir fyrri hluta 2017 eigi eftir að hækka.

Aukning í greinum tengdum ferðaþjónustu
Velta jókst í flestum einkennandi greinum ferðaþjónustu, t.d. jókst velta í flokkinum „rekstur gististaða og veitingarekstur“ um 22,0% á tímabilinu júlí 2016 til júní 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Á sama tíma jókst velta í bílaleigu um 26,7%.

Í ársbyrjun 2016 tóku gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt, 50/1988, sem gerðu nokkrar atvinnugreinar virðisaukaskattskyldar sem áður voru undanþegnar. Þar ber helst að nefna farþegaflutninga aðra en áætlunarflutninga (undir bálki H) og þjónustu ferðaskrifstofa (undir bálki N). Þetta er að hluta til skýringin á mikilli aukningu á virðisaukaskattskyldri veltu í þessum greinum, en einnig hafa umsvif þessara atvinnugreina aukist mikið undanfarin ár.

Þar sem þjónusta ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda er tiltölulega nýorðin virðisaukaskattskyld er ekki enn hægt að bera saman tölur á ársgrundvelli, en velta í þeirri atvinnugrein var 4,4% hærri í maí og júní 2017 en sömu mánuði árið áður. Hægt hefur því verulega á vexti í ferðaþjónustu.

Einnig jókst velta milli ára í „byggingastarfsemi, mannvirkjagerð, námugreftri og vinnslu jarðefna“ (27,0%), ef tímabilið júlí 2016 til júní 2017 er borið saman við næstu 12 mánuði á undan. Telja má líklegt að hluti af þeim vexti gæti verið tilkominn vegna vaxtar í einkennandi greinum ferðaþjónustu. Þó var hækkunin frá maí-júní 2016 til sama tímabils 2017 bara 10,2% sem bendir til þess að verulega hafi dregið vexti.

Í veftöflum Hagstofu er að finna frekari sundurliðun og tölur lengra aftur í tíma.

Minni velta í sjávarútvegi
Ef miðað er við heilt ár og nýjustu tölur, þá var velta í sjávarútvegi 16,5% lægri á tímabilinu júlí 2016 til júní 2017 en síðustu tólf mánuði þar á undan. Á sama tíma lækkaði velta í heildverslun með fisk um 17,2%.

Velta eftir virðisaukaskattsþrepum
Hærra þrep virðisaukaskatts, eða almennt þrep, er í dag 24%. Í þessu þrepi eru allar tegundir vöru og þjónustu sem ekki eru flokkaðar í öðrum þrepum samkvæmt lögum um virðisaukaskatt (nr. 50/1988).

Lægra þrep virðisaukaskatts er í dag 11% skv. 14. grein laga um virðisaukaskatt. Í þessu þrepi eru m.a. bækur, tímarit, hitaveita, rafmagn til húshitunar, matvara, þjónusta veitingahúsa, gistiþjónusta, farþegaflutningar innanlands (aðrir en áætlunarflutningar) og þjónusta ferðaskrifstofa. Áfengi er í lægra þrepi síðan 1. janúar 2016 en var áður í hærra þrepi.

Velta undanskilin virðisaukaskatti skv. 12. grein laga um virðisaukaskatt: Ekki þarf að greiða virðisaukaskatt af þessari veltu, en þó er skylt að skila virðisaukaskattskýrslum og hægt er að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem hefur verið greiddur til að afla tekna. Útflutningur á vöru og þjónustu er undanskilinn virðisaukaskatti. Sem dæmi um útflutta þjónustu má nefna millilandaflug og -siglingar; útflutning hugbúnaðarþjónustu; og utanlandsferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur selja. Samningsbundnar greiðslur úr ríkissjóði vegna mjólkurframleiðslu og sauðfjárframleiðslu eru einnig undanskildar virðisaukaskatti.

Þjónusta undanskilin virðisaukaskatti: Ýmiss konar þjónusta er að öllu leyti undanskilin virðisaukaskatti skv. 2. grein laga um virðisaukaskatt. Veltu í þess konar þjónustu á ekki að telja með í virðisaukaskattskýrslum og ekki er hægt að fá endurgreiddan þann virðisaukaskatt sem rekstraraðilar hafa greitt í tengslum við þessa þjónustu. Eðli málsins samkvæmt er þjónusta af þessu tagi ekki talin með í hagtölum um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum. Sem dæmi um þjónustu sem er undanþegin virðisaukaskatti má nefna almenningssamgöngur, aðra áætlunarflutninga innanlands, læknisþjónustu, íþróttastarfsemi, happadrætti og fasteignasölu.

Meiri upplýsingar um virðisaukaskatt má finna á heimasíðu Ríkisskattstjóra.

Tafla 2. Velta skv. virðisaukaskattskýrslum, á tímabilinu júlí 2016-júní 2017, eftir virðisaukaskattþrepum (milljarðar króna)
  Velta undanþegin vsk Lægra vsk-þrep Hærra vsk-þrep Alls
Alls 1.250 (30%) 895 (22%) 1.975 (48%) 4.120
A-01/A-02 Landbúnaður og skógrækt 10 (19%) 10 (20%) 31 (60%) 51
A-03/C-102 Fiskveiðar, fiskeldi og vinnsla sjávarafurða 207 (66%) 91 (29%) 14 (5%) 312
C-24 Framleiðsla málma 205 (99%) 0 (0%) 1 (1%) 206
C Framleiðsla, án fiskvinnslu (C-102) og framleiðslu málma (C-24) 152 (33%) 135 (29%) 176 (38%) 464
D/E Veitustarfsemi 6 (3%) 25 (15%) 134 (81%) 164
F/B Byggingarstarfsemi, mannvirkjagerð, námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 5 (2%) 1 (0%) 296 (98%) 302
G-45 Sala og viðhald vélknúinna ökutækja 10 (6%) 0 (0%) 156 (94%) 165
G-46171/G-46172/G-46381 Heild- og umboðsverslun með fisk 148 (74%) 42 (21%) 9 (5%) 199
G-4671 Olíuverslun 25 (21%) 6 (5%) 86 (73%) 118
G-46 Önnur heild- og umboðsverslun 28 (8%) 91 (26%) 224 (65%) 343
G-47 Smásala 19 (4%) 186 (42%) 234 (53%) 439
H Flutningar og geymsla 334 (77%) 25 (6%) 74 (17%) 432
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 5 (3%) 170 (93%) 8 (4%) 183
J Upplýsingar og fjarskipti 39 (20%) 16 (8%) 138 (72%) 193
N-7711 Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum 1 (1%) 0 (1%) 48 (98%) 49
N-79 Ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur 15 (14%) 82 (79%) 7 (6%) 104
Aðrar atvinnugreinar 42 (11%) 14 (4%) 340 (86%) 396

Endurskoðun hagtalna
Tölur um veltu skv. virðisaukaskattskýrslum eru bráðabirgðatölur. Við birtingu fréttar í júlí var velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi í mars og apríl 2017 talin vera 646,3 milljarðar sem var 1,3% hækkun frá sömu mánuðum árið 2016. Nú hafa nýrri tölur borist og velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi á þessu tímabili er talin vera 651,9 milljarðar sem er 2,3% hækkun milli ára. Fjallað er um endurskoðun hagtalna í lýsigögnum og tölulegar upplýsingar um breytingar á þegar birtum hagtölum eru í endurskoðun hagtalna.

Aðrar hagtölur
Hagstofa Íslands gefur árlega út rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum sem byggja á skattframtölum og gefa ítarlega mynd af stöðu einstakra atvinnugreina.

Talnaefni:

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.