Heildarafli í mars 2021 var tæplega 104 þúsund tonn sem er 11% meiri afli en í mars 2020. Botnfiskafli var rúmlega 55 þúsund tonn samanborið við 53 þúsund tonn í mars í fyrra.
Fyrstu 13 vikur ársins 2021 dóu að meðaltali 44,2 í hverri viku eða aðeins færri en fyrstu 13 vikur áranna 2017-2020 þegar 46,1 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 85 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2021. Tíðasti aldur látinna fyrstu 13 vikur 2021 var 85 en 87 ára fyrir sömu vikur áranna 2017-2020.
Rúmur fjórðungur stjórnarmanna fyrirtækja, sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, voru konur í lok árs 2020 eða 26,5%. Í stjórnum fyrirtækja þar sem fjöldi launamanna árið 2020 var að jafnaði færri en 50 var hlutfallið 26,2% en 34,1% í stjórnum fyrirtækja með 50 launamenn eða fleiri.
Fjöldi launagreiðenda í viðskiptahagkerfinu í janúar 2021 var 13.920 og hafði þeim fækkað um 386 (-2,7%) frá janúar á síðasta ári. Talnaefni hefur verið uppfært.