Iceland in figures 2011


Iceland in figures er lítill bæklingur á ensku (11 x 16 sm) sem Hagstofan gefur út árlega. Hann hentar vel ferðaþjónustu en í honum eru ýmsar lykiltölur um land og þjóð. Efni hans er byggt á Landshögum, árbók Hagstofunnar, og geymir hann m.a. upplýsingar um veðráttu, umhverfi, mannfjölda, laun, tekjur, vinnumarkað, atvinnuvegi, utanríkisverslun, samgöngur, upplýsingatækni, ferðaþjónustu, verðlag, neyslu, þjóðarbúskap, heilbrigðismál, félagsmál, skóla, menningu, kosningar og fleira. Þó að bæklingurinn sé smár í sniðum skiptist hann í 18 kafla og í honum eru yfir 50 töflur og 15 myndir.

Til baka