Notkun heimila og einstaklinga á tölvum og neti 2010


  • Hagtíðindi
  • 15. september 2010
  • ISSN: 1670-4606

  • Skoða PDF
Árið 2010 voru tölvur á 93% heimila og 92% voru með nettengingu. Nærri 60% íslenskra heimila voru með tvær eða fleiri tölvur og 54% voru með flatskjá. Tölvu- og netnotkun er mjög almenn, en 96% landsmanna á aldrinum 16-74 ára höfðu notað tölvu síðustu þrjá mánuði fyrir rannsóknina og 95% höfðu tengst netinu. Athygli vekur að tæplega fjórðungur netnotenda tengdist neti utan heimilis með farsíma um 3G-kerfi og 70% höfðu notað samskiptasíður á borð við Facebook og Twitter.

Til baka