Vinnumarkaður á 3. ársfjórðungi 2015


  • Hagtíðindi
  • 30. október 2015
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Á þriðja ársfjórðungi 2015 voru 192.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 186.000 starfandi og 6.800 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,3%, hlutfall starfandi mældist 80,4% og atvinnuleysi var 3,5%. Frá þriðja ársfjórðungi 2014 fjölgaði starfandi fólki um 3.200 og hlutfallið jókst um 1,3 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði á sama tíma um 900 manns og hlutfallið sömuleiðis um 0,5 prósentustig.

Til baka