Gæðamat á vinnutímamælingum vinnumarkaðsrannsóknar


  • Hagtíðindi
  • 10. desember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Undanfarið misseri hefur staðið yfir vinna sem snýr að umbótum á vinnutímamælingum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands (VMR). Umbæturnar felast fyrst og fremst í því að bæta og aðlaga spurningar rannsóknarinnar frekar að skilgreiningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á grundvallarhugtökum vinnutíma. Þannig munu mælingarnar verða í betra samræmi við það hvernig vinnutími er mældur annars staðar innan Evrópska hagskýrslusamstarfsins (e. European Statistical System) og uppfylla gæðaviðmið samstarfsins um samræmi og samanburðarhæfni í hagtölugerð.

Til baka