Þjóðhagsspá, sumar 2012


  • Hagtíðindi
  • 05. júlí 2012
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Landsframleiðsla eykst um 2,8% á þessu ári, einkaneysla um 3,2% og fjárfesting um 12,6%. Á næsta ári eykst landsframleiðsla um 2,7% en vöxtur einkaneyslu hægist og verður 2,6%. Samneysla hefur hætt að dragast saman, en vöxtur er lítill, á bilinu 0,2% til 0,5% árin 2012 til og með 2014. Einkaneysla og fjárfesting knýja hagvöxtinn sem gert er ráð fyrir að vari allan spátímann. Vöxturinn er hóflegur og fjárfestingarstigið lágt ef litið er til sögunnar. Veikt gengi krónunnar stuðlar áfram að afgangi af utanríkisviðskiptum þó að hann minnki.

Til baka