Þjóðhagsspá að sumri 2016


  • Hagtíðindi
  • 27. maí 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Gert er ráð fyrir að landsframleiðslan aukist um 4,3% árið 2016, 3,5% árið 2017 og nærri 3% árlega árin 2018–2021. Einkaneysla er í örum vexti og talin aukast um 6% árið 2016, 4,8% árið 2017, 3,6% árið 2018 og nálægt 3% á ári 2019–2021. Reiknað er með hægum vexti samneyslu allan spátímann, 1,1% árið 2016, 1% árið 2017 og 1,5–1,8% árin 2018–2021. Fjárfesting eykst um 16% árið 2016, 6,4% árið 2017 en stóriðjufjárfesting verður þá í hámarki. Fjárfesting árin 2018–2021 er talin aukast á bilinu 2–4% árlega.

Til baka