Hagvísar í október 2008


  • Hagtíðindi
  • 02. október 2008
  • ISSN: 1670-4762

  • Skoða PDF
Áætlanir Hagstofunnar sýna að landsframleiðsla á árinu 2007 varð 1.293 milljarðar króna og jókst að raungildi um 4,9% frá fyrra ári. Vöxtur landsframleiðslunnar á liðnu ári er einkum drifinn af auknum útflutningi sem jókst um 11% og einkaneyslu sem jókst um 4,3%. Á sama tíma dróst fjárfesting saman um 13,7% og innflutningur um 1,4%.

Til baka