Hagvísar í apríl 2011


  • Hagtíðindi
  • 11. apríl 2011
  • ISSN: 1670-4762

  • Skoða PDF
Áætlanir Hagstofunnar sýna að landsframleiðsla á árinu 2010 varð 1.540 milljarðar króna og dróst saman að raungildi um 3,5% frá fyrra ári. Samdráttur þjóðarútgjalda á árinu 2010 varð nokkru minni en samdráttur landsframleiðslu, eða 2,5%. Samdráttur varð í öllum þáttum þjóðarútgjalda, einkaneysla dróst saman um 0,2%, samneysla um 3,2% og fjárfesting um 8,1%. Aftur á móti jókst útflutningur um 1,1% og innflutningur um 3,9%. Þrátt fyrir þessa þróun er verulegur afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum á árinu 2010, eða 162 milljarðar króna.

Til baka