Hagvísar í apríl 2008


  • Hagtíðindi
  • 03. apríl 2008
  • ISSN: 1670-4762

  • Skoða PDF
Áætlanir Hagstofunnar sýna að landsframleiðsla á árinu 2007 varð 1.279 milljarðar króna og jókst að raungildi um 3,8% frá fyrra ári. Þessi vöxtur er nokkru minni en á síðasta ári þegar hann nam 4,4% og mun minni en verið hefur undanfarin tvö ár en vöxturinn nam 7,5% á árinu 2005 og 7,7% árið 2004. Vöxtur landsframleiðslunnar á síðasta ári skýrist einkum af aukningu útflutnings um 11% (um 18% að meðtöldum flugvélum) og einkaneyslu um rúmlega 4%. Á sama tíma dróst fjárfesting saman um 14,9% og innflutningur um 1,4%. Þessi þróun hafði jákvæð áhrif á viðskiptajöfnuðinn en verulega dró úr viðskiptahallanum.

Til baka