Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2007


  • Hagtíðindi
  • 06. júní 2008
  • ISSN: 1670-4541

  • Skoða PDF
Innflutt hráefni til fiskvinnslu var 105.202 tonn árið 2007 og dróst saman um 20.444 tonn frá fyrra ári eða 16,3%. Verðmæti þessa innflutnings var 5,7 milljarðar króna sem er tæplega 500 milljónum króna hærri fjárhæð en árið 2006. Minna var flutt inn af ýsu, steinbít, loðnuhrognum og norsk-íslenskri síld en árið áður. Hins vegar jókst innflutningur á þorski, loðnu, kolmunna og rækju. Verðmæti innflutts hráefnis nam 11% af verðmæti þess afla sem tekinn var til vinnslu hérlendis.

Til baka