Fiskiskipastóllinn í árslok 2010


  • Hagtíðindi
  • 25. febrúar 2011
  • ISSN: 1670-4541

  • Skoða PDF
Í lok árs 2010 voru 1.625 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fjölgað um 43 frá árinu áður. Fjöldi vélskipa var 761 og samanlögð stærð þeirra 83.457 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 7 skip á milli ára og flotinn minnkaði um 3.312 brúttótonn. Togarar voru alls 57 og fækkaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 65.087 brúttótonn og hafði minnkað um 2.783 brúttótonn frá árinu 2009.

Til baka