Fiskiskipastóllinn í árslok 2004


  • Hagtíðindi
  • 03. mars 2005
  • ISSN: 1670-4541

  • Skoða PDF
Í árslok 2004 voru alls 1.824 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun og hafði þeim fækkað um 48 frá árinu 2003. Vélskip voru 869 talsins og var samanlögð stærð þeirra alls 101.031 brúttótonn. Fjöldi vélskipa stóð í stað frá árinu 2003 en vélskipaflotinn dróst engu að síður saman um 1.299 brúttótonn. Togarar voru 70 talsins og fækkaði um einn frá árinu 2003. Samanlögð stærð þeirra var 86.048 brúttótonn og jókst stærð togaraflotans um 8.984 brúttótonn milli ára. Opnir fiskibátar voru 885 og vógu þeir 4.143 brúttótonn. Opnum fiskibátum fækkaði um 47 frá árinu 2003 og dróst heildarstærð þeirra saman um 188 brúttótonn.

Til baka