Skráðir nemendur í framhalds- og háskólum haustið 2007


  • Hagtíðindi
  • 22. janúar 2008
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Á hverju hausti safnar Hagstofa Íslands upplýsingum um nemendur í framhaldsskólum og háskólum á Íslandi. Birtar eru tölur um skráða nemendur í skólum eftir kyni, kennsluformi, námsbrautum og stöðu í námi. Nemendum fjölgar ár frá ári og haustið 2007 eru skráðir nemendur á framhalds- og háskólastigi fleiri en nokkru sinni fyrr eða 46.068. Skráðum nemendum hefur fjölgað um 4,4% frá fyrra ári. Nemendum fjölgar á hvoru tveggja framhalds- og háskólastigi. Fjölgun er öllu meiri á framhaldsskólastigi eða um 5,1% á móti 3,2% á háskólastigi. Fjölgun nemenda skýrist fyrst og fremst af miklum vexti fjarnáms á báðum skólastigum.

Til baka