Spænska veikin á Íslandi 1918


  • Hagtíðindi
  • 27. apríl 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Spænska veikin 1918 sem svo er nefnd er mannskæðasta farsótt 20. aldar í heiminum. Er talið að þar hafi afbrigði af inflúensu náð að breiðast út um allan heim og reyndist svo skæð að áætlað er að á milli 20 og 50 milljónir manna hafi látið lífið af hennar völdum. Íslendingar fengu eins og aðrar þjóðir að kenna á spænsku veikinni og sýna opinber gögn og rannsóknir að nálægt 500 manns hafi látist af völdum hennar hér á landi. Mannfjöldaskýrslur Hagstofu Íslands miða við töluna 490 en í niðurstöðum gagnagrunnsrannsóknar sem birt var árið 2008 eru 455 taldir dánir af völdum spænsku veikinnar. Árið 1918-19 herjuðu þrjár bylgjur inflúensufaraldra á Íslandi og er gjarnan litið svo á að spænska veikin hafi verið önnur í þessari röð og svo mannskæð að hún hefur algjöra sérstöðu í sögu farsótta á 20. öldinni.

Til baka