Nokkrir megindrættir í búferlaflutningum 1986-2006


  • Hagtíðindi
  • 13. febrúar 2007
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Undanfarin tvö ár hafa einkennst af umfangsmeiri flutningum til landsins en önnur ár. Tíðni aðfluttra umfram brottflutta í millilandaflutningum var 17,3 samanborið við 13,0 ári áður. Í öllum landshlutum voru aðfluttir fleiri en brottfluttir í millilandaflutningum. Þar munar mestu um Austurland en í kjölfar virkjana- og stóriðjuframkvæmda þar hafa flutningar frá útlöndum aukist hröðum skrefum undanfarin ár. Athygli verkur að erlendum körlum hefur fjölgað mjög ört í flutningum til Austurlands.

Til baka