Mannfjöldaþróun 2011


  • Hagtíðindi
  • 03. apríl 2012
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2012 voru íbúar landsins 319.575. Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama tíma árið áður eða um 1.123 einstaklinga. Árið 2011 fæddust 4.496 börn en 1.985 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.511. Þá fluttust 6.982 utan en 5.578 fluttust til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 1.404 árið 2011. Fjölmennasta sveitarfélagið var Reykjavík með 118.814 íbúa, fámennasta var hins vegar Árneshreppur á Ströndum þar sem bjuggu 52 íbúar.

Til baka