Mannfjöldaspá 2020–2069


  • Hagtíðindi
  • 17. desember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 461 þúsund árið 2069, bæði vegna fólksflutninga og vegna náttúrulegrar fjölgunar. Til samanburðar var mannfjöldinn 364 þúsund 1. janúar 2020. Í háspánni er gert ráð fyrir að íbúar verði 533 þúsund í lok spátímabilsins en 394 þúsund í lágspánni. Hagstofan hefur undanfarin ár birt árlega nýja útgáfu af spá um mannfjöldaþróun til næstu 50 ára. Birt eru þrjú afbrigði af spánni, miðspá, lágspá og háspá, sem byggð eru á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga. Fleiri fæðast en deyja á hverju ári allt spátímabilið í háspánni. Samkvæmt miðspánni verða dánir fleiri en fæddir frá og með árinu 2060 en dánir fleiri en fæddir frá og með árinu 2037 samkvæmt lágspánni. Meðalævilengd karla og kvenna (við fæðingu) fer hækkandi. Í ár verða konur 84,1 ára en 88,7 ára árið 2069. Karlar verða nú 80 ára en 84,4 ára í lok spátímabilsins.

Til baka