Félagsvísar: Sérhefti um innflytjendur


  • Hagtíðindi
  • 31. janúar 2019
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Markmið þessa sérheftis um innflytjendur er að draga upp heildstæða mynd af stöðu innflytjenda á Íslandi, þar sem félagsleg velferð þeirra er í brennidepli. Þetta er í fyrsta skipti sem Hagstofa Íslands gefur út svo yfirgripsmikið efni um stöðu innflytjenda þar sem horft er til fjárhags, menntunar, atvinnu, húsnæðis, lýðræðis, jafnvægi atvinnu og einkalífs, umhverfisgæða og öryggis. Innflytjendur eru fjölbreyttur hópur einstaklinga sem getur komið hingað til lands sem námsmenn, vinnuafl, ástvinir eða í leit að alþjóðlegri vernd.

Til baka