Laun á almennum vinnumarkaði 1998-2006


  • Hagtíðindi
  • 31. janúar 2008
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2006 voru regluleg laun fullvinnandi launamanna á almennum vinnumarkaði að meðaltali 297 þúsund krónur á mánuði og heildarlaun 383 þúsund krónur. Fjöldi greiddra stunda var 45 stundir á viku. Heildarlaun, laun sem innihalda bæði reglulegar og óreglulegar greiðslur, voru hæst í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og almannatryggingum (J), 530 þúsund krónur að meðaltali á mánuði og lægst í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) 337 þúsund krónur. Niðurstöður byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands og ná aftur til ársins 1998.

Til baka