Þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október 2012


  • Hagtíðindi
  • 18. apríl 2013
  • ISSN: 1670-4746

  • Skoða PDF
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 20. október 2012. Við kosningarnar voru alls 236.850 á kjörskrá, 73,9% landsmanna. Af þeim greiddu 115.890 atkvæði, 48,9% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var hærri en kvenna, 49,9% á móti 47,9% hjá konum. Greidd voru atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Gild atkvæði voru 114.570, auðir seðlar 661 og aðrir ógildir seðlar 659. Úrslit atkvæðagreiðslunnar voru mismunandi eftir spurningum en hverri spurningu var svarað jákvætt með meirihluta gildra atkvæða á landinu í heild.

Til baka