Félagsvísar: Hagur og heilsa 2015


  • Hagtíðindi
  • 11. nóvember 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Árið 2015 mátu tæplega 8 af hverjum 10 íbúum á Íslandi heilsufar sitt sem gott eða mjög gott, eða 76%. Um 73% kvenna mátu heilsufar sitt sem gott eða mjög gott en um 80% karla. Þetta er lægra en árið 2004 en þá var hlutfallið 79%, 75% hjá konum og 82% hjá körlum. Samanburður á heilsufari við önnur ríki í Evrópu leiðir í ljós að árið 2014 var hlutfall karla á Íslandi sem mátu heilsu sína góða það sjötta hæsta í Evrópu en hlutfall heilsuhraustra kvenna það níunda hæsta. Sé heilsufar skoðað eftir tekjum reynist það betra hjá þeim sem hærri hafa tekjurnar hjá báðum kynjum.

Til baka