Fjármál hins opinbera á 1. ársfjórðungi 2009


  • Hagtíðindi
  • 08. júní 2009
  • ISSN: 1670-4665

  • Skoða PDF
Hið opinbera var rekið með 24 milljarða króna tekjuhalla á 1. ársfjórðungi 2009 samanborið við 18 milljarða króna tekjuafgang á sama tíma 2008. Sem hlutfall af landsframleiðslu ársfjórðungsins mældist tekjuhallinn 6,9% og sem hlutfall af tekjum hins opinbera 15,7%. Á sama ársfjórðungi 2008 mældist tekjuafkoma 5,5% af landsframleiðslu og 10,9% af tekjum hins opinbera. Þennan mikla viðsnúning í fjármálum hins opinbera milli 1. ársfjórðungs 2008 og 2009 má rekja bæði til mikils tekjusamdráttar og mikillar útgjaldaaukningar.

Til baka