Fjármál hins opinbera 2016, bráðabirgðauppgjör


  • Hagtíðindi
  • 15. mars 2017
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var jákvæð um 416,8 milljarða króna árið 2016 eða 17,2% af landsframleiðslu. Til samanburðar var afkoman neikvæð um 18,5 milljarða króna árið 2015 eða 0,8% af lands¬framleiðslu. Tekjur hins opinbera námu um 1.415 milljörðum króna og jukust um 52% milli ára. Þessi góða afkoma skýrist öðru fremur af 384,3 milljarða króna stöðugleikaframlagi frá slitabúum fallinna fjármálafyrirtækja. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust tekjurnar 58,4% samanborið við 42% árið 2015. Útgjöld hins opinbera voru 998,4 milljarðar króna 2016 eða sem nemur 41,2% af landsframleiðslu ársins en árið 2015 var þetta hlutfall 42,9%.

Til baka