FRÉTT ÝMISLEGT 24. NÓVEMBER 2005

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur birt á heimasíðu sinni niðurstöður úr úttekt á hagskýrslugerð og birtingu tölfræðilegra gagna sem sérfræðingar sjóðsins gerðu á Íslandi í febrúar 2005. Úttektin náði til hagskýrslugerðar á sviði þjóðhagsreikninga, verðvísitalna (neysluverðs og framleiðsluverðs), fjármála hins opinbera, peningamála og greiðslujafnaðar. Í henni tóku þátt Hagstofa Íslands, fjármálaráðuneytið og Seðlabanki Íslands. Úttektin er ein af mörgum sem fellur undir svo kallaða ROSC-áætlun (e. Reports on the Observance of Standards and Codes) en hlutverk hennar er að kanna hvernig aðildarríkjum sjóðsins tekst til við að fylgja alþjóðlegum stöðlum um vinnslu, gæði og birtingu haggagna. Markmið ROSC-áætlunarinnar er jafnframt að stuðla að aukinni alþjóðlegri samræmingu í úrvinnslu og miðlun tölfræðilegra gagna.

Niðurstöður úttektarinnar má sjá á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.