Hagstofan og Kolviður hafa gert með sér samning um að binda kolefni vegna losunar sem hlýst af starfsemi Hagstofunnar. Kolefnisbindingin á sér stað í gróðri og jarðvegi með landgræðslu og skógrækt sem Kolviður hefur umsjón með.

Alls var kolefnisspor af starfsemi Hagstofunnar áætlað um 108 tonn hitunarígilda (koltvísýringsígilda), eða um eitt tonn á hvern starfsmann. Þar af eru 67% vegna flugferða, 27% vegna ferða starfsmanna til og frá vinnu og afgangurinn vega orkunotkunar, sorps o.fl.

Hagstofa Íslands hefur sett sér umhverfisstefnu með það að markmiði að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið, svo sem með minni notkun aðfanga og með kolefnisjöfnun.

Undirritun kolefnissamnings

Frá undirritun samnings um kolefnisjöfnun Hagstofunnar, frá vinstri: Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar, Ólafur Hjálmarsson, hagstofustjóri og Einar Gunnarsson, skógfræðingur frá Kolviði.